Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Rekinn frá Aberdeen eftir þriðju niðurlæginguna í röð
Hérna sést Jim Goodwin yfirgefa völlinn eftir tap dagsins. Hann fór þessa leið til að forðast að ræða við fjölmiðla.
Hérna sést Jim Goodwin yfirgefa völlinn eftir tap dagsins. Hann fór þessa leið til að forðast að ræða við fjölmiðla.
Mynd: Getty Images

Aberdeen er búið að reka knattspyrnustjórann sinn Jim Goodwin eftir þriðju niðurlæginguna í röð eftir að liðið tapaði 6-0 gegn Hibernians í skosku deildinni í dag.


Goodwin var rekinn beint eftir leikinn en þetta var fjórði tapleikur Aberdeen af fjórum í janúar. Fyrsta tapið kom gegn Rangers og ekkert óeðlilegt þar en næst tapaði Aberdeen 5-0 á útivelli gegn Hearts í skosku deildinni.

Þar á eftir var félagið slegið úr leik í skoska bikarnum af utandeildarliði Darvel og svo kom tapleikurinn gegn Hibs í dag. 

Gengi Aberdeen fyrir áramót var ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið er aðeins í sjöunda sæti skosku deildarinnar með 29 stig eftir 23 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner