Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 17:31
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Pedri gerði sigurmarkið í jöfnum leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Barcelona heldur áfram að safna stigum í spænsku titilbaráttunni en í dag vann liðið ósannfærandi sigur á liði Girona, sem er í eigu City Football Group.


Hinn ungi Pedri gerði eina mark leiksins á 61. mínútu þegar hann fylgdi eftir marktilraun Jordi Alba með því að pota boltanum í netið.

Pedri, sem var að spila sinn hundraðasta leik fyrir Barcelona aðeins 20 ára gamall, byrjaði ekki inná. Honum var skipt inn á 26. mínútu þegar Ousmane Dembele þurfti að fara meiddur af velli.

Girona fékk fín færi í leiknum en tókst ekki að jafna og niðurstaðan þriðji 1-0 sigur Barcelona í röð. Barca er með sex stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar en Real Madrid á leik til góða annað kvöld.

Girona er í neðri hluta deildarinnar með 21 stig eftir 19 umferðir.

Girona 0 - 1 Barcelona
0-1 Pedri ('61)

Í fyrri leik dagsins vann Cadiz gríðarlega mikilvægan sigur á Mallorca og reif sig þannig úr fallsæti. Cadiz hoppaði uppfyrir fjögur félög á stöðutöflunni með þessum sigri og er með 19 stig eftir 19 umferðir.

Cadiz sýndi flotta frammistöðu á heimavelli og verðskuldaði sigurinn. Bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafn og einkenndist af frábærum varnarleik heimamanna.

Cadiz 2 - 0 Mallorca
1-0 Theo Bongonda ('10 )
2-0 Alex Fernandez ('38 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner