Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   sun 28. febrúar 2021 21:40
Aksentije Milisic
Ítalía: Milan lagði Roma í stórskemmtilegum leik
Roma 1 - 2 Milan
0-1 Franck Kessie ('43 , víti)
1-1 Jordan Veretout ('50 )
1-2 Ante Rebic ('58 )

Roma og AC Milan áttust við í stórleik umferðarinnar í Serie A deildinni á Ítalíu. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun.

Spilað var í Róm en gestirnir frá Milan byrjuðu af miklum krafti. Zlatan Ibrahimovic komst í dauðafæri í byrjun leiks. Pau Lopez, markvörður heimamanna, missti knöttinn frá sér og nýtti stóri Svíinn sér það. Í stað þess að leggja boltann út á Hakan Calhanoglu þá reyndi Zlatan að skora með hælspyrnu en skotið fór framhjá.

Áfram hélt AC Milan að sækja og Ante Rebic átti tvær flottar tilraunir en Pau Lopez varði vel.

Heimamenn sóttu líka og áttu sín færi. Lorenzo Pellegrini komst í gott færi og þá náði Henrikh Mkhitaryan að koma knettinum í netið en dæmt var brot í aðdraganda marksins. Fyrsta mark leiksins kom á 43. mínútu. Franck Kessie skoraði þá úr vítaspyrnu sem dæmd hafi verið eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR skjánum. Federico Fazio var þá dæmdur brotlegur.

Staðan var 1-0 í hálfleik og hélt fjörið áfram í þeim síðari. Á 50. mínútu jafnaði Jordan Veretout metin fyrir Rómverja. Það gerði hann með glæsilegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Donnarumma í marki Milan. Liðin skiptust á að sækja en það voru gestirnir sem náðu aftur forystunni. Ante Rebic fór þá illa með Gianluca Mancini áður en hann þrumaði knettinum í fjærhornið. Snyrtilegt mark.

Hakan Calhanoglu, Zlatan Ibrahimovic og Ante Rebic þurftu allir að fara útaf vegna meiðsla hjá Milan. Áhyggjuefni það fyrir Stefano Pioli.

Bæði lið áttu góð færi undir lok leiks. Mkhitaryan átti skot sem fór rétt yfir mark Milan og þá komst Rafael Leao nálægt því að skora fyrir Milan.

Ekki var meira skorað og því mikilvægur sigur Milan staðreynd. Liðið er nú fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Inter sem er á toppi deildarinnar. Roma er í fimmta sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
4 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
5 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
16 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner