Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 28. mars 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd mætir Wrexham í æfingaleik í Bandaríkjunum
Reynolds og McElhenney mæta reglulega á leiki hjá Wrexham og eru gríðarlega spenntir fyrir framtíð felagsins.
Reynolds og McElhenney mæta reglulega á leiki hjá Wrexham og eru gríðarlega spenntir fyrir framtíð felagsins.
Mynd: Getty Images
Wrexham er með 97 stig eftir 39 umferðir í utandeildinni - þremur stigum fyrir ofan Notts County og með leik til góða.
Wrexham er með 97 stig eftir 39 umferðir í utandeildinni - þremur stigum fyrir ofan Notts County og með leik til góða.
Mynd: Getty Images

Wrexham AFC er eitt af elstu knattspyrnufélögum heims og ákváðu leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds að kaupa það í nóvember 2020.


Síðan þá hefur athyglin á Wrexham aukist til muna en liðinu mistókst þó að komast upp úr utandeild enska boltans í fyrra, eftir tap gegn Grimsby í afar dramatískum úrslitaleik. Wrexham tapaði einnig úrslitaleik FA Trophy utandeildabikarsins gegn Bromley í fyrra.

Velska félagið er þó á góðri leið með að vinna utandeildina í ár og tryggja sér þannig beinan þátttökurétt í D-deildinni eftir alltof langa fjarveru.

Wrexham er að öðlast vinsældir um allan heim og er til að mynda fyrsta utandeildarfélag sögunnar til að vera með liðið sitt í tölvuleiknum vinsæla FIFA.

Wrexham á sér marga stuðningsmenn í Bandaríkjunum, þar sem flestir aðdáendur Ryan Reynolds og Rob McElhenney eru, og fer því í æfingaferð um Bandaríkin í sumar. Nokkur stórlið úr ensku úrvalsdeildinni ætla að gera slíkt hið sama og hefur Wrexham komið sér saman við Manchester United um að spila æfingaleik á ferð sinni um Bandaríkin.

Leikurinn fer fram á Snapdragon vellinum í San Diego, þriðjudaginn 25. júlí.

„Við erum spenntir fyrir að spila fótboltaleik á amerískri grundu í fyrsta sinn í langri sögu félagsins," segir Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Wrexham. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir liðið til að smella saman og undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Við hlökkum til að spila fyrir framan nýju bandarísku stuðningsmennina okkar sem hafa verið duglegir að gera sér ferðir til Wales til að horfa á okkur."

Þetta verður fyrsti leikur Rauðu djöflanna á ferðalagi þeirra um Bandaríkin og munu þeir mestmegnis tefla fram leikmönnum úr unglingaliðinu gegn Wrexham.


Athugasemdir
banner
banner
banner