sun 28. apríl 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bojana, þjálfari KR, verður ekki í markinu í fyrsta leik
Bojana Besic, þjálfari KR.
Bojana Besic, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR spilar við HK/Víking í fyrsta leik 2. maí.
KR spilar við HK/Víking í fyrsta leik 2. maí.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Ef þú kannt að nota hendurnar örlítið, ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt, en ef liðið er að standa sig vel þá er lítið að gera hjá markverðinum
,,Ef þú kannt að nota hendurnar örlítið, ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt, en ef liðið er að standa sig vel þá er lítið að gera hjá markverðinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bojana Besic, þjálfari kvennaliðs KR, þurfti að spila sem markvörður liðsins gegn FH í B-deild Lengjubikars kvenna á föstudag.

Bojana, sem lék nú sem varnarmaður á sínum ferli, gerði sér lítið fyrir og hélt hreinu í 2-0 sigri KR-inga.

KR-liðið hefur verið óheppið að undanförnu. Ingibjörg Valgeirsdóttir, sem hefur varið mark KR á undirbúningstímabilinu, meiddist á síðustu æfingunni fyrir leik og Birna Kristjánsdóttir, sem KR fékk frá Stjörnunni í síðustu viku, meiddist á æfingu.

Björk Björnsdóttir æfði með KR í vetur en hún lagði hanskana á hilluna vegna höfuðhöggs og Hrafnhildur Agnarsdóttir, sem hefur verið hjá KR undanfarin ár, er erlendis í námi.

Það er stutt í það að Birna snúi aftur en óvíst er hversu langt Ingibjörg verður frá. Hrafnhildur gæti snúið aftur í Vesturbæinn í sumar.

„Það er stutt í Birnu. Hún verður kannski tilbúin í næsta leik en hvort við tökum áhættuna veit ég ekki. Við erum að skoða stöðuna," sagði Bojana við Fótbolta.net.

„Kannski verð ég í markinu. Nei, ég er að djóka. Ég þurfti að vera varamarkvörður í fyrra því Hrafnhildur fór í nám áður en mótið var búið í fyrra. Þá vorum við bara með Ingibjörgu. Ég var á bekknum sem þjálfari og varamarkvörður. Ég var alltaf klár."

„Við erum að skoða það að fá markvörð fyrir fyrsta leik ef Ingibjörg og Birna verða ekki klárar."

Ekki mikill munur
Bojana var öflugur varnarnmaður á sínum ferli. Hún segir að það ekki mjög frábrugðið að vera varnarmaður og markvörður til að mynda.

„Þetta er ekki mikill munur. Ég er búin að vera svo lengi í þessu. Ég er búin að spila allar stöður nema markvörð, þangað til ég fór í KR. Þegar ég kom í KR, það minnir 2014 í Lengjubikarnum þá sagði ég við þjálfarann að ég gæti verið í marki. Í flestum leikjunum á undirbúningstímabilinu var ég í marki og við unnum C-deild Lengjubikarsins með mig í markinu."

„Að spila í marki sem útileikmaður ertu meira 'sweeper'. Ef þú kannt að nota hendurnar örlítið, ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt, en ef liðið er að standa sig vel þá er lítið að gera hjá markverðinum."

„Boltinn þarf að fara í gegnum tíu útileikmenn til að komast að markverðinum. Þetta var auðvelt fyrir mig á föstudag því stelpurnar stóðu sig frábærlega."

Útileikmenn tilbúnir að fara í markið
Hún segir það útilokað að hún sjálf verði í markinu í fyrsta leik, jafnvel þó það fari allt úrskeiðis. Það er möguleiki á því að einhver útileikmaður hjá KR fari í markið.

„Þetta var stuttu fyrirvari því Ingibjörg meiðist daginn fyrir leik. Við erum að hugsa um það hvort við eigum að setja útileikmann eða eitthvað."

„Ég ákvað að taka markið í þessum leik til að leyfa liðinu að halda áfram með verkefnið að undirbúa sig fyrir mót."

„Við erum á fullu að vinna í þessu. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. Við erum að skoða marga möguleika. Við erum ekki í neinum vandræðum."

„Við erum með góðan hóp og það er rosalega flottur karakter í þessum stelpum. Það eru leikmenn sem eru íþróttamenn sem geta tekið markvarðarstöðuna. Þær voru tilbúnar á föstudaginn en við vildum halda útileikmönnum í sínu verkefni. Þess vegna fór ég í markið."

Katrín Ómars ekki alvarlega meidd
Katrín Ómarsdóttir, ein af lykilmönnum KR-inga meiddist á föstudaginn. Það er ekki alvarlegt.

„Hún fékk högg á lærið. Það er ekki alvarlegt. Við tókum hana út af því við vildum ekki taka neina áhættu fyrir tímabilið. Hún verður klár fyrir mótið."

KR, sem hafnaði í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, hefur leik í Pepsi Max-deild kvenna á útivelli gegn HK/Víkingi þann 2. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner