Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 28. apríl 2023 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
Björn Axel í leik með Ólsurum gegn Magna síðasta sumar.
Björn Axel í leik með Ólsurum gegn Magna síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jack Harrison.
Jack Harrison.
Mynd: EPA
'Pétur Theódór í Lengjunni 2021 var unplayable'
'Pétur Theódór í Lengjunni 2021 var unplayable'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnar Jónas Hauksson.
Gunnar Jónas Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
'Sagði að ég trúði á Arsenal sigur gegn City'
'Sagði að ég trúði á Arsenal sigur gegn City'
Mynd: Getty Images
Björn Axel Guðjónsson er öflugur sóknarmaður sem lék upp yngri flokkana með Gróttu og ÍBV. Hann hefur spilað með Gróttu, KFS, Njarðvík, KV og Víkingi Ólafsvík á sínum meistaraflokksferli. Hann gekk í raðir Ólsara sumarið 2022 og er á leið inn í sitt annað tímabil með félaginu. Björn Axel hefur skorað 55 mörk í 132 KSÍ-leikjum en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deild: 9. sæti

Fullt nafn: Björn Axel Guðjónsson

Gælunafn: Fjölskyldan mín kallar mig Bjössa en svo festist Baxel og Bax líka við mig

Aldur: 28 ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Held það hafi verið æfingaleikur með Gróttu við Grænlenska landsliðið þegar ég var 16 ára

Uppáhalds drykkur: Miami Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Haninn stendur alltaf fyrir sínu

Hvernig bíl áttu: Volvo V40

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Get horft á Office alla daga

Uppáhalds tónlistarmaður: Juice Wrld

Uppáhalds hlaðvarp: Doc

Fyndnasti Íslendingurinn: Ég er eins og Doc og vel ekki tvisvar úr sama leiknum. Annars fór ég á uppistand með Dóra DNA um daginn sem var mjög gott

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hæ. Tímaskráningartímabilinu lýkur á miðnætti. Vinsamlegast staðfestið í Manor að búið sé að skrá alla tíma.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég er uppalinn Gróttumaður sem á fullt af leikjum fyrir KV þannig ég held þessi spurning eigi ekki við mig

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jack Harrison

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með: George Baldock á líklega besta ferilinn en Pétur Theódór í Lengjunni 2021 var unplayable

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gaui Þórðar er á allt öðru leveli en Gregg Ryder líklega sá sem mótaði mig mest sem leikmann

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hef æft með Adda Bombu í mörg ár og keppt við hann þegar ég hef ekki verið í Gróttu, held ég hafi aldrei unnið návígi

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi og svo Thierry Henry inná vellinum

Sætasti sigurinn: Völsungur heima í 2 deildinni með Gróttu 2018 þar sem ég skoraði sigurmarkið á 97 min, enduðum á að fara upp með 1 stig á þriðja sætið.

Mestu vonbrigðin: Ætli það sé ekki meiðslasagan

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kristófer Orra til að þræða mig í gegn

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gunnar Jónas þegar hann leyfir krullunum að njóta sín

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Það er spurning

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ísak Máni þegar hann er ekki í ljósabekknum

Uppáhalds staður á Íslandi: Ólafsvíkin og Borgartún 27

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eina sem mér dettur í hug er þegar ég var að spila með KFS á láni frá ÍBV í úrslitakeppninni í gömlu 3ju deild 2013 þar sem við duttum út. Ég spilaði bara fyrri hálfleik í fyrri leiknum því ég átti leik með 2. flokki nokkrum dögum seinna. Eftir að við duttum út kom þjálfarinn inn í klefann og eina sem hann sagði við liðið var að ef að ég hefði fengið spila allan fyrri leikinn þá hefðum við sko pottþétt farið áfram. Mér fannst mjög fyndið að heyra það en get ekki ímyndað mér að öðrum leikmönnum liðsins hafi fundist það.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Lítið um hjátrú en er mjög rútíneraður, förum ekki meira út í það

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með nánast öllum íþróttum en mest NFL fyrir utan fótbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: Er ósyndur en inn í kennslustofunni var íslenskan stundum að flækjast fyrir mér

Vandræðalegasta augnablik: Pass

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Leó þannig mér myndi ekki leiðast, Mikael til að elda ofan í okkur og Brynjar Vill til að smíða fleka og koma okkur heim

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Hef farið í fimm „career-ending“ aðgerðir, tvær á hné og þrjá á mjöðm og eytt tæpu ári af lífi mínu á hækjum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Leó, mögnuð vera sem væri hægt að gera heimildarmynd um.

Hverju laugstu síðast: Sagði að ég trúði á Arsenal sigur gegn City

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er aldrei skemmtileg

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Lord Bendtner hvernig hann fór að því að verja á línu fyrir Liverpool í meistaradeildinni 2008. Ég er ennþá að reyna átta mig á því.
Athugasemdir
banner
banner
banner