Stjórn FH er ekki sátt með hvernig KSÍ hefur tekið á máli sem kom upp fyrir leik FH gegn KR í Bestu deild karla. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í kvöld en Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, er ekki tilbúinn vegna slæmra veðuraðstæðna að undanförnu.
Stjórnendur FH og KR vildu fresta leiknum í samráði við ÍTF og Stöð 2 Sport en KSÍ tók ákvörðun um að færa leikinn aðeins yfir á laugardag og skipta um staðsetningu. Leikurinn var færður yfir í Árbæ þar sem átti að spila á heimavelli Fylkis, en KSÍ breytti svo þeirri ákvörðun og færði leikinn aftur til Hafnarfjarðar.
Leikurinn fer því fram á Miðvelli, frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika, klukkan 14:00 á morgun, laugardag.
Yfirlýsing FH í heild sinni:
Kæru FH-ingar.
Leikur okkar gegn KR-ingum verður spilaður á morgun kl. 14.00 á Frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika.
Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga!
Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00.
Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ogleymanlegum degi á “Nývangi”!
Sjá einnig:
FH mætir KR í Árbæ á morgun
Leikstað aftur breytt - Spilað á Miðvellinum á morgun
Formaður FH: Þetta er engum til sóma
Rúnar Kristins: Þetta er búið að vera algjört rugl

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |