Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mán 28. apríl 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Litli bróðir Bellingham valinn besti ungi leikmaðurinn
Jobe Bellingham.
Jobe Bellingham.
Mynd: EPA
Jobe Bellingham, litli bróðir Jude Bellingham, hefur verið valinn besti ungi leikmaðurinn í Championship-deildinni á yfirstandandi tímabili.

Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur átt stórkostlegt tímabil með Sunderland og átt stóran þátt í því að liðið er að fara í umspil um að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Jobe, sem hefur verið orðaður við stór félög, var einnig valinn í lið ársins í Championship.

Leikmaður ársins í Championship-deildinni var Gustavo Hamer, leikmaður Sheffield United.

Leeds og Burnley eru komin upp í ensku úrvalsdeildinni og verður fróðlegt að sjá hvert þriðja liðið verður en það ræðst í umspili.
Athugasemdir
banner
banner