Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 14:02
Fótbolti.net
Mikill áhugi á stórleiknum og endurkomu Gylfa - Óli Kalli með uppistand
Gylfi snýr aftur á Hlíðarenda eftir áhugaverðan viðskilnað.
Gylfi snýr aftur á Hlíðarenda eftir áhugaverðan viðskilnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen verður með uppistand.
Ólafur Karl Finsen verður með uppistand.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir leik Vals og Víkings sem fer fram á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Leikir þessara liða hafa verið stórskemmtilegir síðustu ár og mun Gylfi Þór Sigurðsson mæta í fyrsta skipti á Hlíðarenda eftir áhugaverðan viðskilnað við Valsmenn í vetur.

En hvernig verður Gylfa tekið í kvöld?

„Gylfa verður vel tekið eins og öllum sem koma á Hlíðarenda. Ég veit hinsvegar að það er mikil eftirvænting hjá strákunum í liðinu að mæta Víkingum og kvitta fyrir skelfilegt tap í Víkinni þar sem við vorum komnir tveimur mörkum yfir á síðustu leiktíð. Það sveið,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Styrmir segir mikinn áhuga fyrir leiknum í kvöld og Valsarar hafi ákveðið að framlengja tilboð á árskortum fram yfir leikinn og það hafi verið góð sala í morgun.

„Já við höfum verið að hita vel upp á samfélagsmiðlum og fólk er að kveikja á því að þetta tilboð er ekki grín. Við verðum með flotta dagskrá fyrir allt Valsfólk í Fjósinu fyrir leik og búumst við miklum fjölda.“

Eitt af því sem hefur verið auglýst í Fjósinu er uppistand frá nýjasta uppistandara landsins, Ólafi Karli Finsen fyrrum leikmanni Vals.

„Óli Kalli hefur verið að stíga sín fyrstu skref í uppistandinu og við ákváðum því að athuga hvort hann væri ekki til í að koma fram fyrir stórleikinn. Hann lá í sólbaði á Spáni þegar ég heyrði í honum og var heldur betur til í verkefnið. Þetta er eitthvað sem enginn ætti að missa af.“

Stórleikur Vals og Víkings hefst á slaginu 19:15 en upphitun fyrir Valsfólk verður í Fjósinu frá 17:30.
Athugasemdir
banner
banner