Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   þri 28. maí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Ipswich keppir við Stuttgart um Hutchinson
Mynd: Getty Images
Hinn tvítugi Omari Hutchinson átti frábært tímabil og hjálpaði Ipswich að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Hann var á lánssamningi frá Chelsea og skiljanlega vill Ipswich fá hann aftur til sín.

En Hutchinson er eftirsóttur. Stuttgart vill fá hann lánaðan næsta vetur og þá eru hollensku stórliðin Ajax og Feyenoord sögð áhugasöm.

Hutchinson var gestur Stuttgart á síðasta heimaleik liðsins á laugardaginn þegar liðið tryggði sér Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.

Hutchinson skoraði tíu mörk og átti sex stoðsendingar í 44 leikjum í Championship-deildinni á sínu fyrsta fulla tímabili í aðalliðsfótbolta.

Ipswich vill fá Hutchinson lánaðan aftur eða kaupa hann alfarið. Chelsea nýtti sér ákvæði um að framlengja samningi hans til 2026 og verður það í höndum næsta stjóra að ákveða framtíð hans.,
Athugasemdir
banner
banner