Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   sun 28. júní 2020 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Átján mörk í fjórum leikjum
Atalanta að tryggja Meistaradeildarsætið
Fjórum leikjum var að ljúka í ítölsku Serie A deildinni og voru átján mörk skoruð.

Dries Mertens, Jose Callejon og Amin Younes skoruðu mörk Napoli í sannfærandi sigri gegn botnliði Spal.

Lærisveinar Rino Gattuso eru þremur stigum frá sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir sigurinn, en Gattuso hefur tekist að snúa gengi liðsins við eftir skelfilegan fyrri hluta tímabils undir stjórn Carlo Ancelotti. Spal er átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Atalanta er þá svo gott sem búið að tryggja sig inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð eftir 2-3 sigur gegn Udinese.

Kólumbísku framherjarnir Duvan Zapata og Luis Muriel gerðu mörk Atalanta í leiknum. Udinese er þremur stigum frá fallsvæðinu.

Napoli 3 - 1 Spal
1-0 Dries Mertens ('4 )
1-1 Andrea Petagna ('29 )
2-1 Jose Callejon ('36 )
3-1 Amin Younes ('78 )

Udinese 2 - 3 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('9 )
1-1 Kevin Lasagna ('31 )
1-2 Luis Muriel ('71 )
1-3 Luis Muriel ('79 )
2-3 Kevin Lasagna ('87 )

Sampdoria tapaði þá fyrir Bologna á heimavelli. Musa Barrow skoraði og lagði upp í leiknum

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður í liði Bologna, sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Sampdoria er aftur á móti einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Sassuolo náði þá jafntefli í sex marka leik gegn Verona. Staðan var markalaus í fyrri hálfleik.

Jeremie Boga, fyrrum leikmaður Chelsea, var hetja Sassuolo í leiknum. Hann kom inn í hálfleik og skoraði tvennu í síðari hálfleik.

Verona komst yfir í tvígang en Rogerio gerði jöfnunarmark Sassuolo á 97. mínútu til að tryggja sínum mönnum stig.

Sampdoria 1 - 2 Bologna
0-1 Musa Barrow ('72 , víti)
0-2 Riccardo Orsolini ('75 )
1-2 Federico Bonazzoli ('88 )

Sassuolo 3 - 3 Verona
0-1 Darko Lazovic ('51 )
1-1 Jeremie Boga ('53 )
1-2 Mariusz Stepinski ('57 )
1-3 Matteo Pessina ('68 )
2-3 Jeremie Boga ('77 )
3-3 Rogerio ('97)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner