Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   fös 28. júní 2024 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vorkenni því fólki sem greiddi sig inn hér í Kaplakrika í kvöld. Þetta var rosalega lélegur fótboltaleikur við mjög erfiðar aðstæður," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

„Þetta var baráttuleikur þar sem FH-ingar voru kannski aðeins grimmari. Þetta var 0-0 leikur sem datt öðru megin. FH gerði vel að klára þetta."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Mér fannst við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og það var algjörlega gegn gangi leiksins að þeir komust yfir. Það gerir það að verkum að þeir liggja neðarlega og tefja í seinni hálfleiknum. Við náðum aldrei neinu floti á boltann. Mér fannst ágætis andi í þessu en það vantaði gæði. Þeir gerðu vel að hlaupa okkur uppi, kasta sér fyrir og vinna fyrsta og annan bolta."

Blikar náðu ekki að skapa sér mikið 1-0 undir í seinni hálfleiknum. Dóri viðurkennir að það hafi verið svekkjandi.

„Já, 100 prósent. En völlurinn er svakalega þungur, loðinn og ósléttur. Menn voru að reyna, það vantaði ekki en FH-ingarnir vörðust virkilega vel. Þeir voru grimmir og lokuðu teignum sínum vel. Það eru mikil vonbrigði að fá ekki betri færi."

„Ég veit að þetta hljómar eins og afsökun en þegar maður spilar 40 leiki á ári og þrír þeirra eru á grasi, þá er það öðruvísi. Maður er lengur að ná taktinum. Planið var að komast upp á völlinn með baráttu og ná honum niður þar. Það gekk ekki alveg nógu vel í dag. FH-ingarnir lokuðu ágætlega á það sem við ætluðum að gera. Við urðum undir í baráttunni þegar þeir skora 1-0. Þetta er svekkjandi en það er bara áfram gakk."

Blikar eru fjórum stigum frá toppliði Víkings en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner