Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
   fös 28. júní 2024 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vorkenni því fólki sem greiddi sig inn hér í Kaplakrika í kvöld. Þetta var rosalega lélegur fótboltaleikur við mjög erfiðar aðstæður," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

„Þetta var baráttuleikur þar sem FH-ingar voru kannski aðeins grimmari. Þetta var 0-0 leikur sem datt öðru megin. FH gerði vel að klára þetta."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Mér fannst við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og það var algjörlega gegn gangi leiksins að þeir komust yfir. Það gerir það að verkum að þeir liggja neðarlega og tefja í seinni hálfleiknum. Við náðum aldrei neinu floti á boltann. Mér fannst ágætis andi í þessu en það vantaði gæði. Þeir gerðu vel að hlaupa okkur uppi, kasta sér fyrir og vinna fyrsta og annan bolta."

Blikar náðu ekki að skapa sér mikið 1-0 undir í seinni hálfleiknum. Dóri viðurkennir að það hafi verið svekkjandi.

„Já, 100 prósent. En völlurinn er svakalega þungur, loðinn og ósléttur. Menn voru að reyna, það vantaði ekki en FH-ingarnir vörðust virkilega vel. Þeir voru grimmir og lokuðu teignum sínum vel. Það eru mikil vonbrigði að fá ekki betri færi."

„Ég veit að þetta hljómar eins og afsökun en þegar maður spilar 40 leiki á ári og þrír þeirra eru á grasi, þá er það öðruvísi. Maður er lengur að ná taktinum. Planið var að komast upp á völlinn með baráttu og ná honum niður þar. Það gekk ekki alveg nógu vel í dag. FH-ingarnir lokuðu ágætlega á það sem við ætluðum að gera. Við urðum undir í baráttunni þegar þeir skora 1-0. Þetta er svekkjandi en það er bara áfram gakk."

Blikar eru fjórum stigum frá toppliði Víkings en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner