Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   fös 28. júní 2024 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vorkenni því fólki sem greiddi sig inn hér í Kaplakrika í kvöld. Þetta var rosalega lélegur fótboltaleikur við mjög erfiðar aðstæður," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

„Þetta var baráttuleikur þar sem FH-ingar voru kannski aðeins grimmari. Þetta var 0-0 leikur sem datt öðru megin. FH gerði vel að klára þetta."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Mér fannst við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og það var algjörlega gegn gangi leiksins að þeir komust yfir. Það gerir það að verkum að þeir liggja neðarlega og tefja í seinni hálfleiknum. Við náðum aldrei neinu floti á boltann. Mér fannst ágætis andi í þessu en það vantaði gæði. Þeir gerðu vel að hlaupa okkur uppi, kasta sér fyrir og vinna fyrsta og annan bolta."

Blikar náðu ekki að skapa sér mikið 1-0 undir í seinni hálfleiknum. Dóri viðurkennir að það hafi verið svekkjandi.

„Já, 100 prósent. En völlurinn er svakalega þungur, loðinn og ósléttur. Menn voru að reyna, það vantaði ekki en FH-ingarnir vörðust virkilega vel. Þeir voru grimmir og lokuðu teignum sínum vel. Það eru mikil vonbrigði að fá ekki betri færi."

„Ég veit að þetta hljómar eins og afsökun en þegar maður spilar 40 leiki á ári og þrír þeirra eru á grasi, þá er það öðruvísi. Maður er lengur að ná taktinum. Planið var að komast upp á völlinn með baráttu og ná honum niður þar. Það gekk ekki alveg nógu vel í dag. FH-ingarnir lokuðu ágætlega á það sem við ætluðum að gera. Við urðum undir í baráttunni þegar þeir skora 1-0. Þetta er svekkjandi en það er bara áfram gakk."

Blikar eru fjórum stigum frá toppliði Víkings en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner