PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Rafn: Mættur aftur til að vera aðalmarkvörður
24 ára og hefur verið hjá Midtjylland síðan 2018.
24 ára og hefur verið hjá Midtjylland síðan 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elías Rafn Ólafsson er mættur aftur í herbúðir dönsku meistaranna í FC Midtjylland eftir ár í burtu á láni hjá systurfélaginu Mafra í Portúgal.

Jonas Lössl er aðalmarkvörður Midtjylland en Elías ætlar sér að slá hann út og verja mark liðsins í vetur.

„Ég er mættur aftur til að spila og við munum svo sjá hvað gerist. Planið mitt er að verða aðalmarkvörður," sagði Elías við danska miðilinn Bold í gær.

Elías hél átta sinnum hreinum með Mafra í portúgölsku B-deildinni. Markvörðurinn sagði þá deild á pari við neðri helminginn í dönsku Superliga. Elías spilaði 33 leiki í vetur og öðlaðist reynslu.

„Ég hef þroskast og er reynslumeiri. Ég spilaði alla leikina, það var ástæðan fyrir því að ég fór. Ég vildi spila reglulega og þróa minn leik. Ég er orðinn þroskaðri og yfirvegaðri í mínum leik."

„Það er frábært að vera kominn til baka, ég er mjög ánægður að vera kominn aftur til Danmerkur."


Elías hefur ekki fengið nein loforð um að hann muni spila frá þjálfaranum Thomas Thomasberg. „Planið er að koma inn og spila á einhverjum tímapunkti. Ég vona sjálfur að það verði núna. Ég verði að spila núna, það er það ég vil mest af öllu. Ef það gerist ekki, þá sjáum við hvað gerist, en það eru engin önnur plön akkúrat núna," sagði Elías sem á að baki 33 leiki fyrir Midtjylland og sex leiki fyrir íslenska landsliðið.

Elías er nú í samkeppni við Jonas Lössl og Martin Fraisl. „Við verðum að sjá þá á æfingasvæðinu, við verðum að byrja almennilega. Auðvitað hefur Elías gert vel og þess vegna er hann kominn aftur," segir þjálfarinn Thomaserg sem segir að einn af markvörðunum þremur muni ekki vera með liðinu á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner