Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis í Pepsi-deild karla, var að vonum í skýjunum með 3-0 sigur liðsins á Fram í kvöld.
,,Það er búið að vera stígandi í síðustu leikjum. Fjórði leikurinn í röð sem við töpum ekki og andinn í hópnum er góður, sérstaklega eftir síðasta leik. Samstaðan sem skilaði sér," sagði Kristján.
,,Það er eins og við höfum ekki alveg verið búnir að finna réttu blönduna og hvernig við ættum að spila þetta, nýjir menn og svona. Núna erum við vonandi að finna taktinn."
Kristján fór ansi illa með Hólmbert í leiknum í kvöld, en framherjinn hávaxni átti ekki sinn besta dag gegn þessum fyrrum varnarmanni Framara.
,,Við höfum oft verið að kíta á æfingum í gegnum tíðina. Hann þekkir hvernig ég spila og ég þekki hvernig hann spilar og mér fannst ég halda honum vel niðri í dag. Það var mjög sætt og hrikalega sáttur með þetta, naut þess í botn," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir