Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. júlí 2018 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ondo reiður með rauða spjaldið: Í mínum bókum fordómar
Biðlar til KSÍ að skoða málið
Ondo hefur leikið með Selfossi í sumar.
Ondo hefur leikið með Selfossi í sumar.
Mynd: Úr einkasafni
Gilles M'bang Ondo, sóknarmaður Selfoss, fékk rautt spjald þegar Selfoss tapaði 3-2 fyrir ÍR í Inkasso-deildinni á fimmtudagskvöld í leik sem breyttist á lokamínútunum.

Selfoss leiddi 2-1 á 80. mínútu þegar dró til tíðinda. Ondo var rekinn af velli með beint rautt spjald eftir viðskipti við leikmenn ÍR út við hliðarlínu.

Tveir leikmenn ÍR fengu gult spjald og tveir leikmenn Selfoss einnig. Ondo fékk beint rautt.

Eftir að hafa misst Ondo af velli fékk Selfoss á sig tvö mörk og tapaði leiknum 3-2. Sigurmark ÍR kom á sjöttu mínútu uppbótartímans úr vítaspyrnu.

Ondo er allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem hann fékk og gagnrýnir störf Jóhanns Inga Jónssonar, dómara leiksins og aðstoðar-dómara hans, harðlega. Ondo ýjar að því að kynþáttafordómar hafi spilað inn í.

„Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar leikmaður ÍR skýtur tvisvar í rifbeinin á mér og einu sinni í höfuðið eftir að ég féll í jörðina," segir Ondo við Fótbolta.net.

„Þegar ég stend upp þá snerti ég líklega við leikmanni ÍR sem fellur í jörðina."

„Það er hægt að sjá að línuvörðurinn dæmir brotið á mig en það var barið á mér! ÍR-ingarnir fengu gult en ég fékk rautt. Í mínum bókum eru þetta fordómar, eða þá að dómarinn er mjög slakur."

„Ég biðla til KSÍ að skoða myndbandið vel."

„Dómarinn á að verja alla leikmenn, sama hvernig húðliturinn er eða þjóðernið. Í enda dagsins erum við öll manneskjur og þetta er bara fótbolti en mér hefði fundist sanngjarnt ef allir hefðu fengið rautt eða enginn, ekki bara ég."

Hér að neðan má sjá myndbandið sem Ondo er að tala um.


Athugasemdir
banner
banner
banner