Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. júlí 2022 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edda Sif spáir í leiki kvöldsins - Eru hluti af 13. umferðinni
Edda Sif Pálsdóttir.
Edda Sif Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna hefst aftur í kvöld eftir langa EM pásu. Það eru tveir leikir á dagskrá á eftir og verða þeir auðvitað báðir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Valur tekur á móti Stjörnunni í toppbaráttuslag og Breiðablik tekur svo á móti KR. Við fengum Eddu Sif Pálsdóttur, fjölmiðlakonu á RÚV, til þess að skoða leiki kvöldsins og spá í spilin.

Valur 2 - 1 Stjarnan
Ef einhvern tímann þá ætti Stjarnan að geta strítt Val - og jafnvel stolið þessu - í kvöld þar sem Garðbæingar hafa verið í miklu hópefli yfir EM meðan Valshópurinn var að einhverju leyti sundraður með leikmenn úti á mótinu. Ég veit hins vegar að Pétur hefur haldið uppi ströngum aga hvað æfingar varðar á Hlíðarenda síðustu vikurnar. Ég ætla að gefa mér að landsliðskonurnar smelli rétt stemmdar inn í hópinn aftur og Valur klári þetta, 2-1.

Breiðablik 4 - 0 KR
KR-ingar unnu síðasta leik fyrir hlé en ég held því miður að þær séu ekki að fara að sækja neitt í Kópavoginn í kvöld. Blikar voru á mikilli siglingu fyrir EM og landsliðskonurnar í hópnum tóku Öglu Maríu með sér aftur heim svo þær eru bara orðnar sterkari. Breiðablik vann fyrri leik liðanna 4-0 og ég held að það verði eitthvað svipað uppi á teningnum í kvöld.

Þessi umferð - 13. umferðin - klárast svo 16. ágúst með þremur leikjum. Þessir tveir leikir eru spilaðir fyrr þar sem Breiðablik og Valur eru að fara að taka þátt í Meistaradeildinni. Seinna verður spáð í hina þrjá leikina sem eru í þessari umferð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner