fim 28. júlí 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi sannfærði Koundé
Kounde hefur spilað ellefu leiki fyrir franska landsliðið á rúmu ári.
Kounde hefur spilað ellefu leiki fyrir franska landsliðið á rúmu ári.
Mynd: EPA

Jules Koundé er að ganga í raðir Barcelona og er búinn að gefa sitt fyrsta viðtal eftir að spænska stórveldið staðfesti samkomulag um kaupverð við Sevilla.


Chelsea var við það að krækja í Kounde fyrr í sumar en franski landsliðsmaðurinn valdi frekar að ganga í raðir Barcelona.

Sevilla samþykkti kauptilboð Chelsea fyrir rúmri viku síðan en Koundé beið með að skrifa undir samning því hann vildi frekar skipta yfir til Barcelona eftir samtal við Xavi þjálfara.

„Xavi er helsta ástæðan fyrir því að ég er hérna. Hann sannfærði mig og ég er mjög spenntur fyrir fyrstu æfingunni. Það er ljóst að við Xavi sjáum fótbolta á sama hátt," sagði Koundé.

„Ég er virkilega stoltur og þakklátur fyrir að vera hérna. Ég get ekki beðið eftir að hefja þetta nýja ævintýri. Ég vil þakka Sevilla fyrir frábæra tíma en auðvitað er Barca stærsta skref sem þú getur tekið á ferlinum. Ég er kominn hingað því ég vil vinna allar keppnir sem eru í boði."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner