Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 28. ágúst 2017 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Sýndu okkur metnað og kláraðu verkefnið
Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Hvert reikar hugur Freys? Mun hann yfirgefa skútuna eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM?
Hvert reikar hugur Freys? Mun hann yfirgefa skútuna eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Er sambandið sátt við að fara inn í mót með þjálfara sem ætlar að sjá til eftir þrjá leiki hvort hann haldi áfram með liðið þrátt fyrir að vera með samning út næsta ár?''
,,Er sambandið sátt við að fara inn í mót með þjálfara sem ætlar að sjá til eftir þrjá leiki hvort hann haldi áfram með liðið þrátt fyrir að vera með samning út næsta ár?''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það horfir öðruvísi við núna því sjálfur landsliðsþjálfarinn íhugar að yfirgefa skútuna þegar hún verður rétt lögð af stað í þetta verkefni.''
,,Það horfir öðruvísi við núna því sjálfur landsliðsþjálfarinn íhugar að yfirgefa skútuna þegar hún verður rétt lögð af stað í þetta verkefni.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:15 á morgun tilkynnir Freyr Alexandersson fyrsta landsliðshóp kvennalandsliðsins í undankeppni HM 2019, fyrir leik sem gæti orðið hans síðasti heimaleikur með liðið.

Þó gengi liðsins á Evrópumótinu í sumar hafi ekki verið gott er ljóst að stór sigur var unninn því aldrei hefur umgjörðin í kringum liðið verið álíka. Stuðningsmenn komu til Hollands í þúsundum, fjölmiðlar hafa aldrei fjallað svona mikið um liðið og aðkoma KSÍ í umgjörðinni og starfsliði í kringum liðið hefur aldrei verði svona glæsileg. Það einfaldlega réru allir í sömu átt.

Það horfir öðruvísi við núna því sjálfur landsliðsþjálfarinn íhugar að yfirgefa skútuna þegar hún verður rétt lögð af stað í þetta verkefni eða eftir útileiki liðsins í Þýskalandi og Tékklandi í október. Þetta þýðir að heimaleikurinn gegn Færeyjum í næsta mánuði gæti orðið síðasti heimaleikur hans með liðið.

Freysi íhugar að hætta með kvennalandsliðið í haust

Ummæli þess efnis lét Freyr falla í viðtali Gumma Ben í 'Einn á einn' á Stöð 2 Sporti föstudaginn 11. ágúst síðastliðinn en þar sagði Freyr: „Ég hef alltaf verið harðákveðinn í að best sé að ég klári þessa þrjá leiki núna í haust. Ef að mér finnst kominn sé tímapunktur á að þá komi nýr maður þá er best fyrir kvennalandsliðið að annar maður, eða kona, fái tíma til að komast inn í hlutina. Þetta er allt annað en að þjálfa félagslið. Ég myndi vilja gera allt til að hjálpa þeirri manneskju. Kannski finn ég það að best sé að ég klári þessa undankeppni og þá geri ég það af allri minni ástríðu fyrir kvennalandsliðinu. Þetta snýst ekki um mitt egó heldur íslenskan fótbolta og hvað er best fyrir hann."

Þetta segir Freyr þrátt fyrir að hann hafi skrifað undir nýjan samning við KSÍ í desember síðastliðnum sem gildir út árið 2018 með framlengingarákvæði ef Ísland kemst á HM í Frakklandi 2019.

Íslenskur kvennafótbolti þarf á því að halda að allir haldi áfram að róa í sömu átt. Að við nýtum meðbyrin sem var með liðinu á Evrópumótinu inn í þessa undankeppni. Þjálfarinn þarf að taka þátt í því og vera með í því verkefni.

Ég hvet Frey til að hefja fréttamannafundinn á morgun á því að tilkynna að hann hafi metnað fyrir verkefninu. Að hann muni standa við samning sinn við sambandið, og stýra liðinu í öllum leikjum undankeppninnar og svo lokakeppninni komi til hennar.

Ef ekki þá þurfum við viðbrögð frá KSÍ á fréttamannafundinum á morgun. Er sambandið sátt við að fara inn í mót með þjálfara sem ætlar að sjá til eftir þrjá leiki hvort hann haldi áfram með liðið þrátt fyrir að vera með samning út næsta ár?

Leikir Íslands í undankeppni HM
18. sept: Ísland - Færeyjar
20. okt: Þýskaland - Ísland
24. okt: Tékkland - Ísland
---------------------------------------
6. apríl '18: Slóvenía - Ísland
10. apríl '18: Færeyjar - Ísland
11. júní '18: Ísland - Slóvenía
1. sept '18: Ísland - Þýskaland
4. sept '18: Ísland - Tékkland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner