Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fim 28. ágúst 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim með stuðning
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Rúben Amorim er enn með stuðning frá stjórn Manchester United þrátt fyrir hörmulegt tap gegn Grimsby í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

Tímabilið hefur farið illa af stað hjá United og er liðið með eitt stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Svo var það þetta tap í gær sem er eitt það vandræðalegasta í sögu Man Utd.

Amorim hefur gengið hræðilega eftir að hann tók við United í nóvember í fyrra. Hann er hins vegar áfram með stuðning frá stjórn félagsins samkvæmt Times.

Sir Jim Ratcliffe er tilbúinn að gefa Amorim tíma til að snúa gengi liðsins við.

Amorim ýjaði hins vegar að því eftir leikinn gegn Grimsby í gær að hann gæti sagt upp störfum.

Næsti leikur United er gegn Burnley um helgina.
Athugasemdir
banner