Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa sem tapaði fyrir stórveldinu Al-Sadd í efstu deild í Katar í kvöld.
Aron Einar spilaði fyrstu 56 mínúturnar og var skipt af velli í stöðunni 2-0, fimm mínútum eftir mark Roberto Firmino.
Al-Sadd vann leikinn 2-0 og eru bæði lið komin með 6 stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili þar í landi.
Spánverjinn Joselu, sem lék meðal annars fyrir Real Madrid og Newcastle United í Evrópu, var í byrjunarliði Al-Gharafa. Mason Holgate, fyrrum leikmaður Everton, var ónotaður varamaður.
Al-Sadd 2 - 0 Al-Gharafa
1-0 Youcef Atal ('4)
2-0 Roberto Firmino ('51)
Í sádi-arabísku deildinni skoruðu fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Georginio Wijnaldum og Ivan Toney sigurmörkin í fyrstu umferð nýs tímabils.
Wijnaldum tryggði Al-Ettifaq 2-1 sigur gegn Al-Kholood en John Buckley, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers, skoraði eina mark gestanna.
Jack Hendry og Marek Rodák voru ásamt Wijnaldum í byrjunarliði Al-Ettifaq.
Ivan Toney skoraði eina mark leiksins í sigri stórveldisins Al-Ahli gegn Neom SC.
Toney skoraði á 23. mínútu eftir undirbúning frá Enzo Millot sem var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Atlético Madrid reyndi sitt besta til að fá Millot úr röðum Stuttgart en leikmaðurinn kaus að frekar að fá skattfrjáls ofurlaun í Sádi-Arabíu.
Viðureignin var furðu jöfn en stjörnum prýtt lið Al-Ahli var einnig með Franck Kessié, Riyad Mahrez, Merih Demiral, Roger Ibanez og Edouard Mendy meðal byrjunarliðsmanna.
Matthias Jaissle, fyrrum þjálfari RB Salzburg sem var gríðarlega eftirsóttur í Evrópu, hefur verið við stjórnvölinn hjá Al-Ahli í tvö ár.
Til samanburðar mátti finna menn á borð við Alexandre Lacazette, Saïd Benrahma, Abdoulaye Doucouré og Marcin Bulka í byrjunarliði Neom.
Christophe Galtier, fyrrum þjálfari PSG, Lille og Nice, er við stjórnvölinn hjá Neom.
Damac og Al-Hazem skildu að lokum jöfn, 1-1.
Al-Ettifaq 2 - 1 Al-Kholood
1-0 Mohau Nkota ('7)
1-1 John Buckley ('36)
2-1 Georginio Wijnaldum ('61)
Al-Ahli 1 - 0 Neom SC
1-0 Ivan Toney ('23)
Damac 1 - 1 Al-Hazem
0-1 Fabio Martins ('57, víti)
0-1 O. Al-Somah, misnotað víti ('96)
1-1 Jamal Harkass ('98)
Athugasemdir