Klukkan 16 verður seinni leikur Fredrikstad og Crystal Palace um það hvort liðið kemst í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Fredrikstad er með sama byrjunarlið og í fyrri leiknum en hann endaði með 1-0 sigri Palace. Jean-Philippe Mateta skoraði eina markið í þeim leik. Palace er því öruggt áfram með sigri eða jafntefli í leiknum í Noregi í dag.
Oliver Glasner, stjóri Palace, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafnteflinu gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Japanski landsliðsmaðurinn Daichi Kamada snýr til baka eftir meiðsli. Auk hans koma Borna Sosa og Jefferson Lerma inn í byrjunarliðið.
Will Hughes er ekki með og þeir Tyrick Mitchell og Justin Devenny setjast á bekkinn.
Fredrikstad er með sama byrjunarlið og í fyrri leiknum en hann endaði með 1-0 sigri Palace. Jean-Philippe Mateta skoraði eina markið í þeim leik. Palace er því öruggt áfram með sigri eða jafntefli í leiknum í Noregi í dag.
Oliver Glasner, stjóri Palace, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafnteflinu gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Japanski landsliðsmaðurinn Daichi Kamada snýr til baka eftir meiðsli. Auk hans koma Borna Sosa og Jefferson Lerma inn í byrjunarliðið.
Will Hughes er ekki með og þeir Tyrick Mitchell og Justin Devenny setjast á bekkinn.
Byrjunarlið Fredrikstad: Borsheim, S. Owusu, Fredriksen, Woledzi, Eid, Ohlenschlaeger, L. Owusu, Metcalfe, Molde, Sorlokk, Holten.
Byrjunarlið Crystal Palace: Henderson, Richards, Lacroix, Guehi, Munoz, Wharton, Lerma, Sosa, Sarr, Mateta, Kamada.
(Varamenn: Matthews, Benitez, Mitchell, Clyne, Esse, Rodney, Devenny, Cardines)
Your Palace in Fredrikstad.
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 28, 2025
Watch LIVE on Palace TV+ ????
Athugasemdir