Öllum síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Evrópudeildinni þar sem Íslendingalið FC Utrecht er komið áfram í deildarkeppnina.
Kolbeinn Birgir Finnsson var ónotaður varamaður í markalausu jafntefli gegn Zrinjski Mostar, liðinu sem sló Breiðablik úr Evrópudeildinni fyrr í sumar.
Utrecht vann fyrri leikinn með tveggja marka mun í Bosníu og fer því áfram.
Gísli Gottskálk Þórðarson lék þá seinni hálfleikinn er Lech Poznan vann á útivelli gegn Genk í Belgíu.
Lech Poznan fer þó niður í Sambandsdeildina eftir að hafa tapað fyrri leiknum stórt á heimavelli.
Það var ekki mikið sem kom á óvart í leikjum kvöldsins í forkeppninni. Steaua Bucharest hafði betur gegn Aberdeen og þá fer Dynamo Kyiv niður í Sambandsdeildina eftir leiki gegn Maccabi Tel Aviv.
Dynamo vann heimaleikinn í kvöld 1-0 en það dugði ekki til eftir tap í fyrri leiknum.
Young Boys hafði betur gegn Slovan Bratislava og þá sigraði PAOK auðveldlega gegn Rijeka. Ludogorets fer einnig í deildarkeppnina eftir sigur gegn Skhendija.
Braga vann að lokum samanlagðan 9-1 sigur á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar.
Ludogorets 4 - 1 Shkendija (5-3)
1-0 Edvin Kurtulus ('9 )
2-0 Ivaylo Chochev ('24 )
2-1 Fabrice Tamba ('64 )
3-1 Bernard Tekpetey ('98 )
4-1 Yves Erick Bile ('120 )
PAOK 5 - 0 Rijeka (5-1)
1-0 Soualiho Meite ('12 )
2-0 Giannis Konstantelias ('25 )
3-0 Fedor Chalov ('56 )
4-0 Georgios Giakoumakis ('77 )
5-0 Dimitris Pelkas ('89 )
Rautt spjald: Ante Majstorovic, Rijeka ('71)
Dynamo Kyiv 1 - 0 Maccabi Tel Aviv (2-3)
1-0 Eduardo Guerrero ('5 )
Genk 1 - 2 Lech Poznan (6-3)
1-0 Junya Ito ('31 )
1-1 Kornel Lisman ('43 )
1-2 Leo Bengtsson ('56 )
Utrecht 0 - 0 Zrinjski (2-0)
Young Boys 3 - 2 Slovan Bratislava (4-2)
1-0 Armin Gigovic ('29 )
2-0 Chris Bedia ('37 )
2-1 Robert Mak ('43 )
3-1 Armin Gigovic ('52 )
3-2 David Strelec ('87 )
Steaua Bucharest 3 - 0 Aberdeen (5-2)
1-0 Darius Olaru ('45 , víti)
2-0 Adrian Sut ('52 )
3-0 Darius Olaru ('59 )
Rautt spjald: Alexander Jensen, Aberdeen ('44)
Braga 5 - 1 Lincoln (9-1)
1-0 Vitor Carvalho ('12 )
2-0 Gabri Martinez ('41 )
3-0 Gabri Martinez ('45 )
4-0 Sandro Vidigal ('77 )
5-0 Pau Victor ('82 )
5-1 Kike Gomez ('89 )
Athugasemdir