Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 09:36
Elvar Geir Magnússon
Fernandes og Magassa búnir í læknisskoðun hjá West Ham
Mateus Fernandes.
Mateus Fernandes.
Mynd: EPA
West Ham er að kaupa miðjumanninn Mateus Fernandes frá Southampton fyrir um 38 milljónir punda. Viðræður gengu hratt í gær og hefur þessi 21 árs leikmaður þegar gengist undir læknisskoðun hjá West Ham.

West Ham er að vinna í því að styrkja miðsvæði sitt og er einnig að landa Soungoutou Magassa frá Mónakó.

Það er pressa á Graham Potter eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Hann vill fá varnartengilið og miðjumann með sköpunarmátt. Magassa, sem er 21 árs, er hugsaður sem varnartengiliðurinn. Hann mun skrifa undir sex ára samning og hefur einnig klárað læknisskoðun.

Fernandes á að fara í 'áttuhlutverk' á miðsvæðinu og er búist við því að hann skrifi undir samning seinna í dag. West Ham er einnig að reyna að fá snöggan sóknarmann.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
4 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
5 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
6 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 2 0 1 1 2 3 -1 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner