Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hópar Breiðabliks og Víkings meira virði en hópur Grimsby
Úr leik Víkings og Breiðabliks í sumar.
Úr leik Víkings og Breiðabliks í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grimsby úr D-deild Englands gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester United úr leik í deildabikarnum í gær.

Þetta eru einhver ótrúlegustu úrslit í sögu enska fótboltans þar sem Man Utd á að vera eitt stærsta félag heims á meðan Grimsby var um miðja D-deild á síðustu leiktíð.

Það er áhugavert að fara á Transfermarkt eftir leik gærkvöldsins og bera saman markaðsvirði leikmannahópana hjá þessum liðum. Leikmannahópur Man Utd er metinn á 887 milljónir evra á meðan lið Grimsby er metið á 3,6 milljónir evra.

Það er athyglisvert að skoða það að leikmannahópar Breiðabliks og Víkings eru metnir á meira en hópur Grimsby. Hópur Breiðabliks er metinn á 4,25 milljónir evra og hópur Víkings á 4,20.

Hópar Vals og Stjörnunnar eru þá nálægt Grimsby en hópar þessara liða eru metnir á 3,47 milljónir evra og 3,40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner