Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool opið fyrir því að lána Tsimikas
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool eru nú reiðubúnir til að leyfa gríska vinstri bakverðinum Kostas Tsimikas að fara til Roma á láni út tímabilið.

Upphaflega vildi Liverpool selja Tsimikas sem á ekki framtíð undir stjórn Arne Slot.

Hann keypti Milos Kerkez frá Bournemouth í sumar og þá verður Andy Robertson í baráttu við hann um stöðuna.

Tsimikas er því frjálst að fara annað. Liverpool vildi fá í kringum 15-20 milljónir punda fyrir gríska landsliðsmanninn, en samkvæmt Fabrizio Romano er félagið nú opið fyrir því að lána hann út í eitt tímabil.

Roma er til í það en vill þó eiga möguleikann á að gera skiptin varanleg að ári liðnu.

Bakvörðurinn er spenntur fyrir því að spila með Roma og er að reyna gera allt sem hann getur til þess að komast til ítalska félagsins.
Athugasemdir
banner