Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær rekinn eftir tap gegn Lausanne (Staðfest)
Solskjær hafði verið án starfs í rúmlega þrjú ár eftir brottreksturinn frá Manchester United.
Solskjær hafði verið án starfs í rúmlega þrjú ár eftir brottreksturinn frá Manchester United.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær hefur verið rekinn frá tyrkneska stórveldinu Besiktas eftir rúmlega hálft ár í starfi. Hann tók við Besiktas í janúar og náði flottum árangri með liðið í tyrknesku deildinni.

Byrjunin á sumrinu hefur hins vegar verið afleit og mun Besiktas ekki taka þátt í Evrópu á tímabilinu eftir neyðarlegt tap á heimavelli gegn svissneska félaginu Lausanne fyrr í kvöld.

Stjórnendur Besiktas voru ekki lengi að reka Solskjær eftir tapið. Það er ekki ásættanlegt þar á bæ að detta úr leik í Evrópu svona snemma á leiktíðinni.

Besiktas er búið að krækja í mikið af öflugum leikmönnum í sumar, þar sem má helst nefna Wilfred Ndidi og Tammy Abraham auk þriggja leikmanna sem komu úr röðum Benfica.

Roberto Mancini, Nuri Sahin og Giovanni van Bronckhorst eru taldir líklegastir til að taka við þjálfun á meistaraflokki Besiktas.

   28.08.2025 20:48
Sambandsdeildin: Bröndby og Besiktas úr leik - Albert áfram

Athugasemdir
banner
banner