Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr Árbænum til stórliðs í Serbíu
Kvenaboltinn
Marija Radojicic.
Marija Radojicic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marija Radojicic hefur ákveðið að yfirgefa Fylki og ganga til liðs við Spartak Subotica.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylki.

„Marija okkar, við þökkum þér fyrir ómetanlegt framlag þitt til félagsins, þá 103 leiki, öll 34 mörkin, tárin og brosin," segir í tilkynningu úr Árbænum.

„Gangi þér vel í atvinnumennskunni og okkur hlakkar til að sjá þig í Meistaradeild Evrópu í vetur."

Marija kom fyrst til Íslands árið 2015 og spilaði með Val. Hún hefur svo leikið með Fylki frá 2018 til 2020 og svo aftur frá 2023 til 2025. Í sumar hefur hún skorað fimm mörk í 15 leikjum fyrir Fylkisliðið sem er fallið úr Lengjudeildinni.

Spartak er gríðarlega sigursælt félag í Serbíu en félagið hefur unnið 13 serbneska meistaratitla í kvennaboltanum.
Athugasemdir
banner
banner