,,Afhverju fékk ég ekki silfur?" sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis þegar honum var tjáð að hann hafi fengið bronsskóinn í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að skora eitt mark í leiknum en Gary Martin skoraði líka og tók silfrið og Atli Viðar Björnsson skoraði tvö og fékk gullið með fæstar mínútur skoraðar en allir skoraðu 13.
,,Eitt mark í dag og ég hefði fengið gullskóinn, við erum allir með jafnmörg mörk. Jú ég er ósáttur. Maður stefnir á gullið og búinn að vera ofarlega lengi en allir með jafnmörg mörk og einhverjir með færri leiki. Maður verður að kyngja því."
Fylkir vann 1-3 sigur í leiknum gegn ÍA í dag en þetta var lokaleikur liðsins í deildinni sumar. Viðar fór á punktinn og skoraði úr víti.
,,Ég fékk að taka víti í leiknum og nýttin það ágætlega. Ég var ekki að horfa á hann en set hann vanalega í hitt hornið en það virkaði ágætlega."
Nánar er rætt við Viðar Örn í sjónvarpinu að ofan en hann segist ætla á Páls Óskars ballið í Fylkisheimilinu í kvöld.
,,Ég byrja á Páli Óskari, ætla ekki allir að mæta. Ég ætla upp á svið með honum og tek lagið."
Athugasemdir