Í kvöld var lið ársins í Inkasso-deild kvenna opinberað á Tunglinu á Hard Rock Cafe. Fótbolti.net fylgdist með Inkasso-deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.
Úrvalslið ársins 2018:
Lauren Watson – Keflavík
Tinna Björk Birgisdóttir – Fylkir
Natasha Moraa Anasi – Keflavík
Janet Egyr – UMFA/Fram
Sóley María Steinarsdóttir – Þróttur
Margrét Björg Ástvaldsdóttir – Fylkir
Berglind Rós Ágústsdóttir – Fylkir
Gabriela Maria Mencotti – Þróttur
Bergdís Fanney Einarsdóttir – ÍA
Unnur Ýr Haraldsdóttir – ÍA
Marija Radojicic – Fylkir
Varamannabekkur:
Íris Ósk Valmundsdóttir – Fjölnir
Þórdís Edda Hjartardóttir - Fylkir
Sunna Líf Þorbjörnsdóttir – Haukar
Mairead Clare Fulton – Keflavík
Bryndís Arna Níelsdóttir – Fylkir
Sophie Groff – Keflavík
Sveindís Jane Jónsdóttir - Keflavík
Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Tori Jean Ornela (ÍA), Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Afturelding/Fram), Kori Butterfield (Þróttur).
Varnarmenn: Katla María Þórðardóttir (Keflavík), Íris Una Þórðardóttir (Keflavík), Inga Laufey Ágústsdóttir (Afturelding/Fram), Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík), Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir), Gabriela Jónsdóttir (Þróttur), Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur), Hanna María Jóhannsdóttir (Fylkir), Elva Marý Baldursdóttir (Hamrarnir), Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík), Monique Santos Goncalves (Sindri), María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir), Snædís Logadóttir (ÍA).
Miðjumenn: Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir), Þórdís Elva Ágústsdóttir (Haukar), Eva Rut Ásþórsdóttir (Afturelding/Fram), Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur), Hulda Sigurðardóttir (Fylkir), Katelyn Nebesnick (Sindri), Sæunn Björnsdóttir (Haukar), Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Afturelding/Fram), Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar).
Sóknarmenn: Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar), Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Hamrarnir).
Þjálfari ársins: : Kjartan Stefánsson - Fylkir
Kjartan tók við Fylki síðastliðið haust eftir að liðið hafði fallið úr Pepsi-deildinni. Undir hans stjórn vann Fylkir sigur í Inkasso-deild kvenna. Fylkir sótti 48 stig og endaði mótið með 50 mörk í plús. Liðinu gekk einnig vel í Mjólkurbikarnum og komst alla leið í undanúrslit eftir að hafa skákað tveimur Pepsi-deildarliðum. Frábær árangur hjá Kjartani á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík), Nik Chamberlain (Þróttur), Páll Árnason (Fjölnir).
Leikmaður ársins: Natasha Moraa Anasi - Keflavík
Natasha gekk til liðs við Keflavík síðastliðið sumar en lék lítið með liðinu þar sem hún eignaðist barn um sumarið. Áður hafði hún verið lykilleikmaður hjá ÍBV í efstu deild í þrjú sumur. Natasha bar fyrirliðabandið hjá sterku liði Keflavíkur í sumar. Spilaði frábærlega og skoraði 13 mörk þrátt fyrir að leika oftast sem miðvörður. Það verður gaman að sjá þeennan öfluga leikmann spreyta sig í Pepsi-deildinni á nýjan leik næsta sumar.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Marija Radojicic (Fylkir), Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir), Gabriela Maria Mencotti (Þróttur), Mairead Clare Fulton (Keflavík).
Efnilegust: Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Afturelding/Fram
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er bara 15 ára gömul en hefur strax vakið mikla athygli fyrir markmannshæfileika sína. Hún fékk eldskírn sína með meistaraflokki í fyrra og lék þá 5 leiki fyrir Afturelding/Fjölni í 2. deild. Í ár fékk hún samkeppni um stöðuna við hina brasilísku Ana Lucia N Dos Santos en tókst að tryggja sér stöðu aðalmarkvarðar. Auk þess að spila vel í Inkasso-deildinni hefur Cecilía farið á kostum með bæði U17 og U16 landsliðum kvenna. Hún hefur leikið 9 yngri landsleiki á árinu sem allir hafa unnist nema einn og aðeins fengið á sig fjögur mörk. Það verður spennandi að fylgjast með Cecilíu í framtíðinni.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegust: Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA), María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir), Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir), Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur), Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir), Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur), Eva Rut Ásþórsdóttir (Afturelding/Fram), Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Hamrarnir), Gabriela Maria Mencotti (Þróttur).
Ýmsir molar:
- Alls voru 45 leikmenn tilnefndar í lið ársins
- Fylkir og Þróttur eiga þrjá leikmenn sem tilnefndar voru sem efnilegasti leikmaður deildarinnar.
- Þær Natasha Moraa Anasi og Gabriela Maria Mencotti fengu fullt hús atkvæða
- Ellefu leikmenn Fylkis fengu atkvæði í kjörinu en fjórar þeirra eru í liði ársins.
- Níu leikmenn Keflavíkur fengu atkvæði í kjörinu en tvær þeirra eru í liði ársins
- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema ÍR fengu atkvæði að þessu sinni.
- Lauren Watson, Janet Egyr, Sóley María Steinarsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir fengu allar atkvæði í fyrra en eru í liði ársins í ár
- Þær Natasha Moraa Anasi og Hulda Sigurðardóttir fengu tilnefningar í öllum leikstöðum nema marki
- Fjórar stúlkur fæddar 2003 fengu atkvæði í lið ársins. Þær Jelena Tinna Kujundzic og Andrea Rut Bjarnadóttir í Þrótti, Bryndís Arna Níelsdóttir í Fylki og Cecilía Rán Rúnarsdóttir í Aftureldingu/Fram
Athugasemdir