Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. september 2020 18:08
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Liverpool og Arsenal: Thiago ekki í hóp - Rúnar Alex á bekknum
Þessir tveir eru á sínum stað.
Þessir tveir eru á sínum stað.
Mynd: Getty Images
Liverpool fær Arsenal í heimsókn á Anfield í kvöld í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19 og eru byrjunarliðin komin inn.

Jurgen Klopp gerir eina breytingu á liðinu sem vann góðan 2-0 sigur gegn Chelsea á útivelli fyrir rúmri viku síðan.

Joel Gomez kemur inn í liðið fyrir Jordan Henderson sem er ekki í leikmannahópnum. Þá er Thiago Alcantara heldur ekki í hópnum hjá Liverpool en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.

Arsenal gerir alls fjórar breytingar á liðinu sem vann West Ham í síðustu umferð. David Luiz, Kieran Tierney, Mohamed Elneny og Maitland Niles koma allir inn í liðið.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Keita, Mane, Salah, Firmino
(Varamenn: Adrian, Milner, Jones, Minamino, Jota, Origi, Williams)

Arsenal: Leno, Holding, David Luiz, Tierney, Bellerin, Elneny, Xhaka, Maitland-Niles, Willian, Lacazette, Aubameyang
(Varamenn: Rúnar, Gabriel, Kolasinac, Ceballos, Saka, Pepe, Nketiah)
Athugasemdir
banner