Fram varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson meiddist á æfingu. Hann er ristarbrotinn og missir af úrslitakeppninni.
Brynjar gekk til liðs við Fram frá Stjörnunni í júlí og síðan þá hefur varnarleikur liðsins batnað töluvert. Þetta er því mikið áfall fyrir bæði liðið og hann sjálfan.
Fram er nýliði í deildinni en liðið hefur komið skemmtilega á óvart eftir að hafa farið ansi seint af stað í félagsskiptaglugganum. Liðið er í næst efsta sæti í neðri hlutanum í úrslitakeppninni. Liðið er þremur stigum á eftir Keflavík og sex stigum frá fallsæti.
Brynjar hefur einnig leikið með ÍBV í efstu deild.
Athugasemdir