Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   sun 28. september 2025 14:56
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: ÍBV lék sér að Vestra - Fyrsta þrenna Hermanns
Hermann Þór skoraði sína fyrstu þrennu í deildinni
Hermann Þór skoraði sína fyrstu þrennu í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er í svakalegri fallbaráttu
Vestri er í svakalegri fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Vestri 0 - 5 ÍBV
0-1 Sigurður Arnar Magnússon ('10 )
0-2 Hermann Þór Ragnarsson ('41 )
0-3 Hermann Þór Ragnarsson ('45 )
0-4 Oliver Heiðarsson ('45 )
0-5 Hermann Þór Ragnarsson ('84 )
Lestu um leikinn

ÍBV er svo gott sem hólpið eftir að liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á bikarmeisturum Vestra í neðri hlutanum í Bestu deild karla á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag.

Eyjamenn hafa verið á ágætis flugi í síðustu leikjum á meðan Vestri hafði ekki unnið leik síðan í byrjun ágúst.

Sigurður Arnar Magnússon skallaði Eyjamönnum í forystu á 10. mínútu eftir aukaspyrnu Alex Freys Hilmarssonar.

Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks gengu gestirnir endanlega frá Vestra með þremur mörkum. Hermann Þór Ragnarsson skoraði á 41. mínútu er hann hljóp inn í slaka sendingu Diego Montiel til baka, fór framhjá Guy Smit í markinu og skoraði, og bætti síðan við öðru marki sínu eftir stoðsendingu frá Oliver Heiðarssyni.

Hermann endurlaunaði Oliver greiðann stuttu síðar með laglegri hælspyrnusendingu inn á Oliver sem lyfti boltanum framhjá Guy í markinu og staðan 4-0 Eyjamönnum í vil.

Það var aðeins meiri kraftur í Vestra-liðinu í þeim síðari sem reyndi að gera allt til að komast aftur í leikinn, en það vantaði mörkin hjá heimamönnum.

Hermann Þór sýndi þeim hvernig á að gera þetta er hann fullkomnaði þrennu sína á 84. mínútu. Vestri tapaði boltanum og var það Vicente Valor sem kom boltanum inn á Þorlák Breka Baxter sem fann síðan Hermann Þór og í netið fór boltinn. Sjötta mark Hermanns í deildinni.

Stór og mikilvægur sigur Eyjamanna sem fara á toppinn í fallriðlinum með 33 stig en Vestri í þriðja neðsta sæti riðilsins með 27 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæði þegar þrjár umferðir eru eftir.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Athugasemdir
banner
banner