Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 13:48
Elvar Geir Magnússon
Fatai með slitið krossband og verður lengi frá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur Vestra og ÍBV í Bestu deildinni en í viðtali við Sýn fyrir leikinn staðfesti Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, að miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi væri með slitin krossbönd.

„Ég get staðfest að það er langt í hann, hann er með slitin krossbönd," sagði Davíð Smári en Fatai var borinn af velli í tapleik gegn ÍA í síðustu umferð.

Þetta er mikið högg fyrir Vestra enda er Fatai algjör lykilmaður hjá liðinu.

Eftir að Vestri varð bikarmeistari hefur liðinu vegnað mjög illa í Bestu deildinni og sogast niður í harða fallbaráttu. Þegar þessi frétt er skrifuð er liðið að tapa 0-2 fyrir ÍBV en það er að koma hálfleikur.

Vestri er þremur stigum fyrir ofan fallsæti en 24. umferðin er í gangi.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
5.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner