Tómas Bent Magnússon og félagar hans í Hearts eru á svakalegri siglingu í skosku úrvalsdeildinni og sitja nú á toppnum, en þeir ætla að sanka að sér verðlaununum á þessari leiktíð og hefur liðsfélagi hans nú þegar skorað mark sem verður líklega valið það besta á þessari leiktíð.
Hearts er taplaust eftir fyrstu sex leikina með fimm sigra og eitt jafntefli, en Tómas hefur tekið þátt í þremur leikjum.
Í gær vann liðið öruggan 3-0 sigur á Falkirk og var það mark Alexandros Kyziridis sem stóð upp úr.
Hann fékk boltann á vinstri vængnum, lék á tvo leikmenn áður en hann klíndi boltanum í samskeytin fjær.
Þetta er líklega mark ársins í skosku deildinni, en þetta stórkostlega mark má sjá hér fyrir neðan.
As comfortable and confident a first-half performance from Hearts since… the last time out at Ibrox.
— Joel Sked (@sked21) September 27, 2025
Devlin has been immense and this goal from Kyziridis ???? Expect to see a few more of these during the season.pic.twitter.com/2WhpV5kdHv
Athugasemdir