Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   sun 28. september 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoraði tvö mörk gegn Onana í uppbótatíma
Mynd: EPA
Andre Onana fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í fyrsta leiknum fyrir Trabzonspor á dögunum þrátt fyrir 1-0 tap gegn Fenerbahce.

Onana, sem er á láni frá Man Utd, vann sinn fyrsta leik með Trabzonspor í gær þegar liðið vann Karagumruk 4-3 en hann lenti í vandræðum undir lokin.

Trabzonspor var í mjög þægilegri stöðu þar sem liðið komst í 4-1 á 88. mínútu en David Datro Fofana, lánsmaður frá Chelsea, skoraði tvennu í uppbótatíma.

Það var aðeins tæp mínúta á milli markanna. Karagumruk hafði tvær mínútur til að jafna metin en það tókst ekki. Trabznspor er í 2. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Galatasaray, eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner