Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta tap Nagelsmann sem þjálfara
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 5-0 sigur á RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Man Utd gekk svo sannarlega á lagið í seinni hálfleik eftir að Marcus Rashford kom inn á. Rashford skoraði þrennu og Man Utd vann leikinn 5-0.

Tapið í kvöld er það stærsta á þjálfaraferli Julian Nagelsmann, stjóra RB Leipzig.

Nagelsmann er 33 ára en hann hefur verið að þjálfa frá 2016, fyrst Hoffenheim og Leipzig frá 2019. Hann er gríðarlega efnilegur þjálfari.

Man Utd er með sex stig eftir tvo leiki í Meistaradeildinni. Liðið er búið að vinna tvö lið sem fóru í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, PSG og Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner