Steven Zhang, forseti Inter, er sannfærður um að slóvakíski varnarjaxlinn Milan Skriniar muni skrifa undir nýjan samning við félagið á næstu vikum.
Skriniar er efstur á lista hjá Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain og hafnaði Inter meðal annars 60 milljón evra tilboði í leikmanninn í sumar.
„Ég er viss um að við náum samkomulagi við Milian Skriniar um nýjan samning. Ég hef alls engar áhyggjur," sagði Zhang.
„Skriniar elskar þetta félag og hann veit hvað það þýðir að vera partur af þessari fjölskyldu."
Skriniar er 27 ára gamall og rennur út á samningi næsta sumar. Hann hefur spilað yfir 200 leiki á fimm árum hjá félaginu.
Athugasemdir