PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   sun 27. október 2024 22:07
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við erum búnir að vera bara helvíti flottir í að einblína á okkur, erum á dúndur rönni og erum bara geggjað lið." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 og þeir urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Vikan var algjör þjáning. Það er bara þangað til það er stutt í leik þá verður þetta svona rútíneraðara. Svo leið mér bara frábærlega í dag og mér fannst það bara sýnast. Spennustigið var 'spot on' í dag."

Víkingur og Breiðablik hafa keppt um titla mörg ár í röð núna en aldrei hafa þessi lið mæst í lokaleik Íslandsmótsins sem skerir úr um hver vinnur titilinn.

„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman."

Blika stuðningsmenn eiga hrós skilið því þeir sungu allan leikinn og studdu sitt lið að fullu.

„Maður smitaðist bara af stemningunni og þetta var bara ótrúlega gaman, fyrst og fremst."

Blikar voru svekktir eftir síðasta tímabil þar sem þeir náðu aldrei almennilega að gera atlögu að titlinum en bættu svo sannarlega fyrir það í ár.

„Það var eitthvað sem við sáum strax á undirbúningstímabilinu að við ætluðum að svara fyrir okkur hvernig deildin fór frá okkur í fyrra. Við heldur betur gerðum það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner