Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 27. október 2024 22:07
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við erum búnir að vera bara helvíti flottir í að einblína á okkur, erum á dúndur rönni og erum bara geggjað lið." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 og þeir urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Vikan var algjör þjáning. Það er bara þangað til það er stutt í leik þá verður þetta svona rútíneraðara. Svo leið mér bara frábærlega í dag og mér fannst það bara sýnast. Spennustigið var 'spot on' í dag."

Víkingur og Breiðablik hafa keppt um titla mörg ár í röð núna en aldrei hafa þessi lið mæst í lokaleik Íslandsmótsins sem skerir úr um hver vinnur titilinn.

„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman."

Blika stuðningsmenn eiga hrós skilið því þeir sungu allan leikinn og studdu sitt lið að fullu.

„Maður smitaðist bara af stemningunni og þetta var bara ótrúlega gaman, fyrst og fremst."

Blikar voru svekktir eftir síðasta tímabil þar sem þeir náðu aldrei almennilega að gera atlögu að titlinum en bættu svo sannarlega fyrir það í ár.

„Það var eitthvað sem við sáum strax á undirbúningstímabilinu að við ætluðum að svara fyrir okkur hvernig deildin fór frá okkur í fyrra. Við heldur betur gerðum það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner