Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 27. október 2024 22:07
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við erum búnir að vera bara helvíti flottir í að einblína á okkur, erum á dúndur rönni og erum bara geggjað lið." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 og þeir urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Vikan var algjör þjáning. Það er bara þangað til það er stutt í leik þá verður þetta svona rútíneraðara. Svo leið mér bara frábærlega í dag og mér fannst það bara sýnast. Spennustigið var 'spot on' í dag."

Víkingur og Breiðablik hafa keppt um titla mörg ár í röð núna en aldrei hafa þessi lið mæst í lokaleik Íslandsmótsins sem skerir úr um hver vinnur titilinn.

„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman."

Blika stuðningsmenn eiga hrós skilið því þeir sungu allan leikinn og studdu sitt lið að fullu.

„Maður smitaðist bara af stemningunni og þetta var bara ótrúlega gaman, fyrst og fremst."

Blikar voru svekktir eftir síðasta tímabil þar sem þeir náðu aldrei almennilega að gera atlögu að titlinum en bættu svo sannarlega fyrir það í ár.

„Það var eitthvað sem við sáum strax á undirbúningstímabilinu að við ætluðum að svara fyrir okkur hvernig deildin fór frá okkur í fyrra. Við heldur betur gerðum það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner