Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 28. nóvember 2022 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Onana hent úr hópnum vegna ágreinings við þjálfarann
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Getty Images
Markverðinum Andre Onana hefur verið hent út úr landsliðshópi Kamerún og spurning hvort hann muni koma meira við sögu á heimsmeistaramótinu sem núna stendur yfir.

Onana er ekki í leikmannahópnum gegn Serbíu í morgunsárið eftir að hafa byrjað í 1-0 tapinu gegn Sviss í fyrstu umferð riðilsins.

Ástæðan fyrir því að Onana er hent úr hópnum er sögð vera ágreiningur við þjálfarann, Rigobert Song.

Devis Epassy, sem leikur með Abha í Sádí-Arabíu, kemur inn í markið fyrir Onana.

Í umfjöllun fyrir mótið var Onana lýst sem lykilmanni í liði Kamerún. Leikur Kamerún og Serbíu hefst klukkan 10:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner