Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 22. apríl
Championship
Middlesbrough 3 - 4 Leeds
Bundesliga - Women
Bayern W 3 - 0 Werder W
Vináttulandsleikur
Morocco U-18 3 - 5 Slovakia U-18
Serie A
Milan 1 - 2 Inter
Roma 1 - 3 Bologna
La Liga
Sevilla 2 - 1 Mallorca
Damallsvenskan - Women
Linkoping W 1 - 1 Hacken W
mið 23.nóv 2022 11:50 Mynd: Getty Images
Magazine image

G-riðillinn: Neymar með meiri hjálp en nokkru sinni áður

Heimsmeistaramótið í Katar hófst á sunnudaginn. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina - sem er komin á fleygiferð - með því að birta fréttir um hvern riðil. Það eru tveir riðlar eftir og núna er komið að G-riðlinum. Í þeim riðli eru:

Brasilía 🇧🇷
Serbía 🇷🇸
Sviss 🇨🇭
Kamerún 🇨🇲

1. Brasilía 🇧🇷
Staða á heimslista: 1
Það eru margir sem eru að skjóta á það að Brasilía muni vinna þessa keppni í sjötta sinn, og er það ekkert skrítið gisk. Núna þarf liðið ekkert bara að treysta á ofurstjörnu sína, Neymar, þar sem liðið er svo sterkt og sérstaklega fram á við.Til baka eru heldur engir aukvissar. Marquinhos, Thiago Silva, Casemiro... þetta hljómar bara ansi vel fyrir Brassana sem unnu síðast árið 2002. Breiddin er líka mjög góð þar sem leikmenn á borð við Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus geta komið inn af bekknum. .Þeir eru mjög líklegir til að fara alla leið.Þjálfarinn: Tite


Tite kom inn sem þjálfari liðsins á miklum lágpunkti. Brasilía var í sjötta sæti í sínum riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi. Þeir unnu svo sjö leiki í röð og voru fyrsta liðið til að komast inn á mótið. Hann beið lengi eftir þessu tækifæri og hafði stýrt mörgum liðum í Brasilíu áður en hann loksins fékk það. Núna hefur hann stýrt Brössum í um sex ár og verður fróðlegt að sjá hvað þetta sterka lið gerir á þessu móti.

Lykilmaður: Neymar


Neymar er áfram stærsta stjarnan í brasilíska landsliðinu. Um það er engin spurning. Á síðasta móti spilaði hann vel en slæmur leikaraskapur setti skugga á mótið hans og á mótið hjá Brasilíu. Hann á óklárað verk á HM en það er líklegt að þetta verði síðasta heimsmeistaramót hans á ferlinum.Fylgist með: Richarlison


Það eru miklar væntingar gerðar á þann leikmann sem spilar í níunni hjá Brasilíu. Fyrir 20 árum var það Ronaldo og var hann besti maður mótsins er Brasilíu fór alla leið. Núna verður það Richarlison. Það er ekki eins mikill glamúr í kringum hann, en eitt er víst; hann mun gefa allt sem hann á fyrir liðið. Hann er búinn að skora 17 mörk í 38 landsleikjum fyrir Brasilíu.2. Serbía 🇷🇸
Staða á heimslista: 21
Ef eitthvað er víst um landslið Serbíu, þá er það að þeir eiga að geta skorað mörk. Þeir eru með einhverja huggulegustu sóknarlínu sem vitað er um á þessu móti. Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic fremstir með Dusan Tadic þar fyrir aftan. Svo Sergej Milinkovic-Savic þar aðeins fyrir neðan. Varnarlega er þetta hins vegar ekki alveg heillandi.

Þjálfarinn: Dragan Stojkovic


Þegar Stojkovic var spurður fyrir leik gegn Portúgal í undankeppninni hvort Serbía gæti komist á HM. Þá sagði hann að það væri engin spurning, liðið myndi fara þangað. Stojkovic átti farsælan feril sem leikmaður og er með mikið sjálfstraust sem leikmaður. Leikmenn hans treysta honum og hans hugmyndum 100 prósent. Hann vill skora mörk, og mikið af þeim.

Lykilmaður: Aleksandar Mitrovic


Kemur inn í mótið í fantaformi þar sem hann er búinn að skora níu mörk í tólf leikjum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Er þá búinn að skora 50 mörk í 76 leikjum fyrir Serbíu. Geri aðrir betur. Það verður erfitt að eiga við þennan tank.

Fylgist með: Dusan Vlahovic


Serbía er með þann lúxus að vera með tvær níur í fremstu röð. Vlahovic leikur með Juventus á Ítalíu og hefur á undanförnum mánuðum verið að skjótast fram á stjörnuhimininn. Hvernig hann og Vlahovic munu vinna saman í fremstu víglínu verður mjög athyglisvert að sjá. Þeir eru líka með Luka Jovic, sóknarmann Fiorentina, til vara. Það er ekki slæmur kostur inn af bekknum.3. Sviss 🇨🇭
Staða á heimslista: 15
Við spáum því að Sviss muni sitja eftir í þessum riðli og Serbía fari áfram með Brasilía. Baráttan á milli Sviss og Serbíu verður áhugaverð, og sá leikur sem maður er einna spenntastur fyrir í riðlakeppninni. Sviss hefur haldið ótrúlegum stöðugleika í því að komast inn á stórmót síðustu árin. Kjarninn í liðinu eru leikmenn sem unnu HM U17 liða árið 2009 og komust í úrslitaleik EM U21 liða tveimur árum eftir það. Þeir slógu út heimsmeistara Frakklands í eftirminnilegum leik á síðasta Evrópumóti og það má ekki vanmeta þá.Þjálfarinn: Murat Yakin


Vladimir Petkovic er ekki lengur þjálfari liðsins, en hann hætti í fyrra eftir Evrópumótið. Fyrrum landsliðsmaðurinn Murat Yakin var ráðinn í hans stað og kom það mörgum á óvart þar sem hann hafði verið að þjálfa Schaffhausen í B-deild Sviss áður en hann tók við landsliðinu. Hann hefur þó gert fína hluti sem þjálfari og stýrði hann Basel tvisvar til sigurs í svissnesku deildinni, 2013 og 2014. Hann er talinn góður þjálfari sem er taktískt öflugur.

Lykilmaður: Granit Xhaka


Xhaka kemur inn á þetta mót í besta formi lífs síns. Hefur oft verið gagnrýndur af stuðningsmönnum Arsenal, og það harðlega. En á þessu tímabili hefur hann ekkert fengið nema ást. Verið algjörlega frábær á miðsvæðinu hjá toppliði ensku úrvalsdeildarinnar og er hann leiðtoginn í þessu svissneska liði.Fylgist með: Noah Okafor


Ungur sóknarmaður sem kemur til með að byrja út á kanti hjá Sviss. Hefur vakið athygli stórliða fyrir frammistöðu sína hjá Salzburg í Austurríki. Er sagður á óskalista Liverpool og fleiri félaga.4. Kamerún 🇨🇲
Staða á heimslista: 43
Samuel Eto'o, forseti fótboltasambandsins í Kamerún, spáir því að þjóðin sín muni fara alla leið og vinna mótið. Það gerir líklega enginn annar. Það eru mjög fáir sem spá því að Kamerún muni fara upp úr riðlinum enda er þessi riðill gríðarlega flókinn. Þetta verður erfitt en Kamerún hefur áður komið á óvart í þessari keppni.

Þjálfarinn: Rigobert Song


Hann er gömul goðsögn í landinu þar sem hann er leikjahæsti leikmaður í sögu Kamerún. Hinn 46 ára gamli Song tók við liðinu í febrúar. Hann er kannski ekki sá sterkasti á taktíska vettvanginum en hann er gríðarlega sterkur leiðtogi og sterkur karakter. Leikmenn Kamerún munu berjast fyrir hann.

Lykilmaður: André Onana


Það verður mikið að gera hjá Onana, sem er markvörður Inter á Ítalíu, og hann þarf að vera upp á sitt allra besta svo að Kamerún eigi möguleika. Er virkilega flottur markvörður, er bæði öflugur í höndum og fótum.

Fylgist með: Eric Maxim Choupo-Moting


Það hefur oft verið gert grín að því að Choupo-Moting sé að spila með Bayern München eftir tíma hans hjá Stoke á Englandi. En hann hefur sýnt það að hann er eiginlega fullkominn sóknarmaður til þess að henda inn af bekknum. Hann er stór og sterkur, og með mikið fleira í sínum leik. Hjá Kamerún er hann fyrsti kostur í stöðu sóknarmanns og hann þarf að leiða línuna vel.Brasilía kemur til með að vinna þennan riðil en margra augu verða á lokaumferðinni þar sem Serbía og Sviss eigast við. Þessi lið verða líklega í baráttunni um annað sætið.

Leikirnir:

fimmtudagur 24. nóvember
10:00 Sviss - Kamerún (Al Janoub Stadium, Al Wakrah)
19:00 Brasilía - Serbía (Lusail Iconic Stadium, Lusail)

mánudagur 28. nóvember
10:00 Kamerún - Serbía (Al Janoub Stadium, Al Wakrah)
16:00 Brasilía - Sviss (Stadium 974, Doha)

föstudagur 2. desember
19:00 Serbía - Sviss (Stadium 974, Doha)
19:00 Kamerún - Brasilía (Lusail Iconic Stadium, Lusail)

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú
C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum
D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið
E-riðillinn: Þýska stálið gegn endurfæddum Xavi og Iniesta
F-riðillinn: Tveir með töframátt í fótunum
Athugasemdir
banner
banner
banner