Hlaðvarpsþátturinn „Enski boltinn" er á sínum stað í dag líkt og eftir allar umferðir í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vann kærkominn sigur um helgina eftir erfiðar vikur. Einar Guðnason og Jón Kaldal, stuðningsmenn Arsenal, fóru yfir leiki helgarinnar að þessu sinni.
Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Meðal efnis: Arsenal með tak á Chelsea, ungu strákarnir fá séns hjá Arsenal, Arteta talar minna, tími Xhaka á enda, Saka var að skjóta, Holding framtíðarleikmaður, Özil á förum, Arsenal kaupir markvörð, Ole gefur leikmönnum gleði, Bruno Fernandes með lyklana, Liverpool klaufar, 6-4-0 hjá Samma, Liverpool þarf að kaupa miðvörð, taktík Mourinho gagnrýnd, Harry Kane fær ekki að njóta sín, Manchester City mun berjast um titilinn, Hodgson of gamall, Aston Villa kaupir vel, Gylfi með traustið, Everton gæti endað í topp fjórum, Potter að gera góða hluti.
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir