Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 28. desember 2022 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Gakpo fer til Liverpool (Staðfest)
Gakpo var meðal bestu leikmanna Hollands á HM.
Gakpo var meðal bestu leikmanna Hollands á HM.
Mynd: Getty Images

Liverpool er búið að staðfesta að samkomulag hefur náðst við PSV Eindhoven um kaupverð á hollenska framherjanum Cody Gakpo.


Gakpo er fjölhæfur framherji sem er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið sem fremsti sóknarmaður og á hægri kanti.

Gakpo er 23 ára gamall og hefur verið einn af bestu leikmönnum hollensku deildarinnar undanfarin misseri. Hann var eftirsóttur af fleiri stórveldum í Evrópu og eru stjórnendur Liverpool gríðarlega sáttir með að hafa tekist að ganga frá kaupunum fyrir opnun janúargluggans.

Gakpo er staddur í Liverpool þessa dagana þar sem hann gengst undir læknisskoðun og skrifar undir samning.

Hann er hollenskur landsliðsmaður og skoraði í öllum leikjum Hollands í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Hann á í heildina 6 mörk í 14 leikjum með landsliðinu og 55 mörk í 159 leikjum með PSV.


Athugasemdir
banner
banner