Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   lau 29. febrúar 2020 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Alonso kom Chelsea til bjargar - West Ham skoraði þrjú
Þremur leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst verður fjallað um leik Bournemouth og Chelsea.

Gestirnir í Chelsea komust yfir í fyrri hálfleik þegar Marcos Alonso var á tánum í teignum og þrumaði boltanum í netið eftir frákast. Reece James átti flotta fyrigjöf sem Olivier Giroud stýrði í slána og Alonso hirti frákastið.

Bournemouth átti ekki góðan fyrri hálfleik en eftir rúmar tiu mínútur í þeim seinni voru heimamenn með forystu. Jefferson Lerma og Joshua King sáu til þess. Chelsea sótti svo án afláts undir lok leiks og náði að koma inn jöfnunarmarki á 85. mínútu þegar Alonso var aftur klár í sníkjunni og skoraði á fjærstönginni. 2-2 niðurstaðan, stig á bæði lið.

West Ham vann mikilvægan 3-1 heimasigur gegn Southampton. Heimamenn leiddu 2-1 í leikhléi og Michael Antonio bætti við þriðja markinu á 54. mínútu. Mikilvæg stig fyrir lærisveina David Moyes. Eignarhaldi West Ham hefur verið mótmælt að undanförnu og spurning hvort þetta hjálpi til með að róa stuðningsmenn.

Að lokum gerðu Newcastle og Burnley jafntefli á St. James' Park. Newcastle var líklegra liðið í leiknum en boltinn fór ekki inn og því niðurstaðan markalaust jafntefli.

Bournemouth 2 - 2 Chelsea
0-1 Marcos Alonso
1-1 Jefferson Lerma
2-1 Joshua King
2-2 Marcos Alonsso

Newcastle 0 - 0 Burnley

West Ham 3 - 1 Southampton
1-0 Jarrod Bowen
1-1 Michael Obafemi
2-1 Sebastien Haller
3-1 Michael Antonio
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner