Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   sun 29. mars 2020 17:10
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik neitar því að hafa brotið fyrirmæli um æfingabann
Mynd: Eyþór Árnason
Háværar sögusagnir hafa verið um að Breiðablik sé eitt af þeim félögum sem brotið hafi fyrirmæli um bann á skipulögðum æfingum íþróttafélaga.

Fótbolti.net hefur fengið ábendingar um þetta þar sem fullyrt er að meistaraflokkur Blika hafi æft skipulega í nokkrum hópum og að markvarðaæfing yngri iðkenda hafi farið fram.

Send var fyrirspurn um málið á Eystein Lárusson, framkvæmdastjóra Breiðabliks. Hann segir að þessar sögur séu ekki á rökum reistar.

Sjá einnig:
VÍÐIR FÚLL - FJÓRAR TILKYNNINGAR UM ÆFINGAR ÍÞRÓTTAFÉLAGA

„Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri.
Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til,"
segir Eysteinn.

„Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum.

Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis.

Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum."

Athugasemdir
banner
banner
banner