Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 29. apríl 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég sór þess heit að lesa ekki dönsku aftur"
Lengjudeildin
watermark Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Marc Rochester Sörensen.
Marc Rochester Sörensen.
Mynd: Getty Images
watermark Þórsurum er spáð áttunda sæti Lengjudeildarinnar.
Þórsurum er spáð áttunda sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tímabilið leggst vel í okkur og það er mikil tilhlökkun að byrja mótið," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs í samtali við Fótbolta.net. Þórsurum er spáð áttunda sæti Lengjudeildarinnar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 8. sæti
Hin hliðin - Kristján Atli Marteinsson (Þór)

„Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega, flestir okkar leikir hafa verið við lið í Bestu deildinni og síðan við liðin
í 2. og 3.deild þannig að þú hefur ekki alveg samanburðinn við liðin í þinni deild. En við teljum okkur vera klára í krefjandi mót."


Sór þess heit að lesa ekki dönsku aftur
Þórsarar hafa bætt vel við sitt lið og þar á meðal fengið styrkingu erlendis frá. Danski miðjumaðurinn Marc Rochester Sörensen kom frá Öster í Svíþjóð og Akseli Kalermo kom frá Litháen. Þá hafa komið spennandi íslenskir leikmenn í Þorpið.

„Ég er mjög sáttur við hópinn," segir Láki. „Það eru mun minni breytingar á hópnum en í fyrra og stemningin og liðsandinn í Þórsliðinu er góður."

Nýr leikmaður Þórs, Marc Rochester, fór í áhugavert viðtal við danska fjölmiðilinn Bold fyrir ekki svo löngu síðan. Þar sagðist hann hafa fengið ansi góðan samning á Íslandi og því ákveðið að koma hingað. Hann kveðst vera með betri samning hjá Þór en hjá Öster.

Láki var spurður út í það en sagði þá léttur: „Ég sór þess heit að lesa ekki dönsku aftur eftir að hafa útskrifast úr henni í framhaldsskóla og ég hef því ekki lesið viðtalið."

„Ég er miklu meira upptekinn af því hvað Marc gerir inni á vellinum í sumar, við Þórsarar höfum miklar væntingar til hans. Marc er náttúrulega elsti leikmaður liðsins, hann hefur spilað á háu leveli bæði í Svíþjóð og Danmörku og er góð fyrirmynd og oft á tíðum ráðgjafi fyrir yngstu leikmenn liðsins."

Deildin verði bæði sterk og jöfn
Þór komst áfram í Mjólkubikarnum á dögunum er þeir lögðu Kára að velli í vítaspyrnukeppni.

„Við erum mjög sáttir við að hafa komist áfram í bikarnum og í heildina var spilamennskan ágæt gegn Kára. Við vorum fyrst og fremst að vonast eftir heimaleik í næstu umferð og okkur líst því vel á að taka á móti Leiknismönnum í Þorpinu."

Láki býst við hörkukeppni í Lengjudeildinni í sumar. „Ég er sammála því, ég held að deildin verði bæði sterk og jöfn og að liðin verði að reita stig af hvort öðru. Ég sé ekki tvö lið stinga af
líkt og Fylkir og HK gerðu í fyrra."


„Okkar markmið eru að byggja ofan á það sem við gerðum seinni part sumarsins í fyrra. Okkur langar að spila góðan fótbolta og ná hagstæðum úrslitum, og fá okkar stuðningsmenn til þess að hrífast með liðinu," sagði Láki að lokum.

Þór hefur leik í Lengjudeildinni þann 6. maí næstkomandi er þeir mæta Vestra á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner