Sunneva Helgadóttir er fjölhæfur leikmaður sem spilaði 17 leiki með Fylki í Lengjudeildinni í fyrra.
Hún hefur allan sinn feril verið hjá Fylki, spilaði upp í gegnum yngri flokkana og alla leið í meistaraflokk þar sem hún hefur leikið 36 leiki. í dag sýnir Sunneva á sér hina hliðina hér á Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 4. sæti
Hún hefur allan sinn feril verið hjá Fylki, spilaði upp í gegnum yngri flokkana og alla leið í meistaraflokk þar sem hún hefur leikið 36 leiki. í dag sýnir Sunneva á sér hina hliðina hér á Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 4. sæti
Fullt nafn: Sunneva Helgadóttir
Gælunafn: Stundum kölluð Sunny annars bara Sunneva
Aldur: 22 að verða 23 í nóvember
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2018 með Fylki
Uppáhalds drykkur: Nocco límon, ískaldur blár Kristall í dós og vatn
Uppáhalds matsölustaður: Ginger
Hvernig bíl áttu: Peugeot
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island eða Blacklist
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens
Uppáhalds hlaðvarp: þarf alltaf að vera grín og dr.football
Fyndnasti Íslendingurinn: Viktoría Diljá Halldórsdóttir
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mánaðarleg áfylling: 250 GB - Takklæti. Ath. þad getur tekið allt að 10 mín. að virkja áfyllinguna. Skoðaðu 2f1 tilboð í Nova appinu og á nova.is
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sandra María Jessen
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með: Ætla að gefa Jasmín Erlu þetta, hún er geggjuð
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gunnar sem er að þjálfa okkur núna er frábær og í yngri flokkum var Jakob Leó líka geggjaður
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: karólína Jack, óþolandi góð
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Helgi Bjarnason (pabbi)
Sætasti sigurinn: Vinna Inkasso deildina 2018
Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki endað ofar í deildinni í fyrra
Uppáhalds lið í enska: Manchester united
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fá Bryndísi Örnu aftur heim í Fylki
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ætla að gefa Nínu Zinovievu okkar þetta hún mun ná langt
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Karl Viðar Magnússon
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Tinna Harðardóttir
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Helga valtýs er grimm
Uppáhalds staður á Íslandi: Árbærinn, Ísafjörður og Vestmannaeyjar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta sem mér datt í hug er þegar Viktoría Diljá hélt að boltinn væri farinn útaf í leik um daginn og hoppaði upp og sló hann með hendinni. Hún fékk þarna eitt heimskulegt gult spjald
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Reyni að fá mér alltaf Ginger í hádeginu á leikdegi
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, handbolta, körfubolta og stundum NFL er að reyna að læra reglurnar
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: Dönsku
Vandræðalegasta augnablik: Dettur ekkert í hug nema kannski þau skipti sem maður hefur dottið um sjálfan sig í leik.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka með mér Tinnu Harðardóttur og Viktoríu Diljá til að halda uppi fjörinu og fíflast með mér. Svo tæki ég Birnu Kristínu líka því hún er með allt uppá tíu og bjargar manni alltaf ef það kemur einhvað uppá, hún myndi hugsa vel um okkur hinar.
Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Borða ekki lakkrís
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Karólína Jack, hafði bara spilað á móti henni og það var rugl erfitt að eiga við hana inná vellinum. Hún lét alltaf vel í sér heyra og lét vel finna fyrir sér þannig hún var ekki í uppáhaldi en eftir að ég kynntist henni er hún ein af mínum betri vinkonum og er allgjört gæðablóð.
Hverju laugstu síðast: Man það ekki
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: úff dettur ekkert í hug, kannski upphitun bara
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Dettur ekkert í hug
Athugasemdir