Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   sun 29. maí 2016 19:30
Magnús Már Einarsson
Gregg: Versta frammistaða sem ég hef séð hjá dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er versta frammistaða sem ég hef séð frá dómara á ævi minni," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍBV í dag.

Gregg var ósáttur við Þórodd Hjaltalín Jr. dómara leiksins sem og aðstoðarmenn hans.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 ÍBV

„Frammistaða allra dómaranna var sjokkerandi og kostaði okkur leikinn. Knattspyrnusamband Íslands þarf að skoða þetta því að þetta var hrikalegt."

Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleks þegar hann kýldi Mikkel Maigaard Jakobsen í punginn.

„Ég var að ræða við fjórða dómarann þegar þetta gerðist. Hann var að horfa á mig þegar þetta gerðist en hann dæmdi þetta. Guð einn veit hvernig hann sér eitthvað sem hann sá ekki. Dómarinn sá þetta ekki svo þeir brugðust við öskrum á bekknum og ákváðu þetta út frá því. Þetta var dýr og hrikaleg ákvörðun sem breytti leiknum."

„Það var enginn að horfa á þetta. Hvernig geturðu dæmt eitthvað sem þú sérð ekki? Ef þeir sjá þetta í góðu en þeir sáu þetta ekki."


Þróttarar gerðu einnig tilkall til að fá vítaspyrnu í leiknum, meðal annars þegar Karl Brynjar Björnsson féll í teignum eftir baráttu við Hafstein Briem.

„Það voru þrjú atvik þar sem þeir gátu dæmt víti," sagði Gregg en bætti við að Þróttarar hefðu getað fengið annað rautt spjald í leiknum.

„Í hreinskilni sagt átti Raggi (Ragnar Pétursson) að fá sitt annað gula spjald þegar hann var seinn í tæklingu. Dómarinn veit að hann var búinn að gera stór mistök og hann reyndi að bæta upp fyrir það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Myndband: Hallur fékk rautt fyrir að slá Eyjamann í punginn
Gregg: Versta frammistaða sem ég hef séð hjá dómara
Hallur Hallsson: Þetta var ekki högg í pung
Mikkel Maigaard: Hann sló mig í djásnið
Athugasemdir