Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aleix García verður fyrstu kaup Leverkusen í sumar
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það lítur allt út fyrir að spænski varnartengiliðurinn Aleix García verði fyrsti leikmaðurinn sem Bayer Leverkusen kaupir í sumar, en Xabi Alonso þjálfari hefur miklar mætur á honum.

Garcia er 26 ára gamall leikmaður Girona, en hann var hjá Manchester City í fimm ár eftir að hafa alist upp innan raða Villarreal.

Hann á einn A-landsleik að baki fyrir Spán eftir að hafa verið lykilmaður í U17 landsliðinu, en hann hefur í heildina spilað 15 leiki fyrir yngri landsliðin.

Garcia vann sig inn í byrjunarliðið hjá Girona þegar liðið var í næstefstu deild tímabilið 2021-22 og hélt hann byrjunarliðssætinu þegar liðið fór upp í efstu deild. Hann er nýbúinn að eiga frábært tímabil í La Liga sem vakti athygli Alonso og starfsteymis hans hjá Leverkusen.

Stjórnendur Leverkusen eru að reyna að hafa hraðar hendur til að forðast að önnur félög steli Garcia undan nefinu á þeim, en kaupverðið er talið vera í kringum 15 milljónir evra.

García hefur mikinn áhuga á að spila undir stjórn Alonso sem er meðal allra heitustu þjálfara fótboltaheimsins í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner