Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 29. maí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Icelandair
EM KVK 2025
Arna á æfingu með landsliðinu.
Arna á æfingu með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært, mikill heiður og það hefur verið markmið mitt að komast aftur inn í þennan hóp," sagði Arna Eiríksdóttir við Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi.

Arna var nýverið kölluð inn í landsliðshópinn eftir að meiðsli komu upp í hópnum. Hún fékk símtalið beint eftir að hún hafði hjálpað FH að vinna Breiðablik í stórleik í Bestu deildinni.

„Ég var bara í einhverju hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið. Ég var ekki einu sinni farin heim," sagði Arna.

„Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ótrúlega skemmtilegt að fá kallið beint á eftir."

Leikið frábærlega með FH
FH hefur byrjað vel í Bestu deildinni og hefur Arna leikið frábærlega í hjarta varnarinnar með fyrirliðabandið.

„Mér líður allavega bara mjög vel og það hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við stefnum á því ða halda þessu áfram," sagði Arna um fótboltasumarið til þessa.

„Við erum rútínerað lið. Við höfum náð að æfa mjög vel í vetur. Hin tvö tímabilin sem ég spilaði með FH, þá náði ég engu af undirbúningstímabilinu. Núna fékk ég að vera með þeim og við höfum æft af miklum krafti og náð að æfa okkur vel saman."

FH hefur lengi verið með sömu þjálfarana og hefur liðið byggt upp sterk einkenni undir stjórn bræðanna Guðna og Hlyns.

„Við þekkjum allar okkar hlutverk vel. Við höfum verið að lenda í miklu meiðslabrasi og sérstaklega í varnarlínunni, en þeir leikmenn sem koma inn vita nákvæmlega í hvaða hlutverk þær eru að fara og til hvers er ætlast af þeim," sagði Arna.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Arna ræðir meira um FH og landsliðið.
Athugasemdir
banner