Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   fim 29. maí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Icelandair
EM KVK 2025
Arna á æfingu með landsliðinu.
Arna á æfingu með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært, mikill heiður og það hefur verið markmið mitt að komast aftur inn í þennan hóp," sagði Arna Eiríksdóttir við Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi.

Arna var nýverið kölluð inn í landsliðshópinn eftir að meiðsli komu upp í hópnum. Hún fékk símtalið beint eftir að hún hafði hjálpað FH að vinna Breiðablik í stórleik í Bestu deildinni.

„Ég var bara í einhverju hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið. Ég var ekki einu sinni farin heim," sagði Arna.

„Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ótrúlega skemmtilegt að fá kallið beint á eftir."

Leikið frábærlega með FH
FH hefur byrjað vel í Bestu deildinni og hefur Arna leikið frábærlega í hjarta varnarinnar með fyrirliðabandið.

„Mér líður allavega bara mjög vel og það hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við stefnum á því ða halda þessu áfram," sagði Arna um fótboltasumarið til þessa.

„Við erum rútínerað lið. Við höfum náð að æfa mjög vel í vetur. Hin tvö tímabilin sem ég spilaði með FH, þá náði ég engu af undirbúningstímabilinu. Núna fékk ég að vera með þeim og við höfum æft af miklum krafti og náð að æfa okkur vel saman."

FH hefur lengi verið með sömu þjálfarana og hefur liðið byggt upp sterk einkenni undir stjórn bræðanna Guðna og Hlyns.

„Við þekkjum allar okkar hlutverk vel. Við höfum verið að lenda í miklu meiðslabrasi og sérstaklega í varnarlínunni, en þeir leikmenn sem koma inn vita nákvæmlega í hvaða hlutverk þær eru að fara og til hvers er ætlast af þeim," sagði Arna.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Arna ræðir meira um FH og landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner