„Við vorum feykilega öflugir í dag, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Willum Þór eftir jafntefli KR gegn SJK í Forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 0 - 0 SJK Seinajoki
„Við lokuðum á allar þeirra aðgerir og vorum öflugir fram á við og hefðum átt að skila mörkum , en stundum er þetta svona."
Willum sagðist vera ánægður með sóknaraðgerðir liðsins en ekki afgreiðsluna á færum.
„Ég var sáttur með sóknaraðgerðirnar hjá liðinu en við náðum kannski ekki að klára færin nægilega vel en þeir voru auðvitað mjög þéttir og með öflugan markvörð."
„Þegar við fengum skotfærin þá nýttum við þau ekki nægilega vel og þegar við skiluðum boltanum í netið, tvisvar sinnum, þá var það dæmt af."
Stefán Logi var í fyrsta sinn í leikmannahópi KR í langan tíma en Willum var spurður út í endurkomu hans.
„Það er mjög mikilvægt að fá Stefán inn í liðið, hann gefur okkur svo mikið þó svo hann sé ekki að koma inn í byrjunarliðið strax, við verðum að gefa honum smá tíma."
Einnig var Willum spurður út í meiðslin hjá Indriða og Præst.
„Præst ætti að vera frá þar til í september þannig hann gæti náð restinni en Indriði er algjört spurningarmerki."
Athugasemdir